Hlín - 01.01.1918, Page 35
Hlin
35
menn í ljós ánægju sína yfir þessum sýnilega votti mann-
rænu og dugnaðar.
Sýningarmunirnir voru á 9. hundrað. Skrá, er samin
var yfir munina, var til sölu á sýningunni, og að henni
lokinni var skráin send til flestra þeirra, er muni áttu á
sýningunni og til fjölmargTa iðnaðarvina víðsvegar um
land.
Það er mikið fyrir sýningum haft, en hvervetna í heimi
þykja þær eitt hið áhrifamesta hvatningarmeðal til fram-
kvæmda, því sjón er jafnan sögu ríkari.
Þetta er þegar viðurkent hjer á landi nreð kvikfjársýn-
ingunum, er orðnar eru almennar og njóta styrks af
opinberu fje; en lijer þurfa einnig að verða árlegar sýn-
ingar á iðnaði, á verkfærum, á algengum matvælum, mat-
jurtum, blómum o. fl.
Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands hefur hug á að
gangast fyrir árlegum sýningum á iðnaði. En þessi sýning
hefur leitt það í ljós, að árlegar sýningar eru því aðeins
framkvæmanlegar, að aðeins ein og ein grein iðnaðar
sje sýnd hvert árið, annars verður kostnaður og fyrir-
liöfn fjelaginu um rnegn. Þannig mætti liafa tóskap ýmis-
konar og þar tilheyrandi vjelar og verkfæri til sýnis eitt
árið, ýmsan iðnað frá iðnaðarmönnum annað árið, liann-
yrðir þriðja árið o. s. frv.
Almennar sýningar æftu svo að vera 5. eða 10. hvert
ár.
En sýningarnar þarf að styrkja ríflega, ella standast
þær ekki kostnaðinn, en þess mun engan iðra, er skilur
og þekkir gagnsemi sýninganna.
Kona.
3*