Hlín - 01.01.1918, Side 36

Hlín - 01.01.1918, Side 36
36 Hlin Garðyrkja. Kartöflur. Kartaflan (solanum tuberosum) er fjölær planta, en er ræktuð sem einær. Hún æxlast með stöngulhnyðum. „Augun“ á kartöflunni eru blaðaxlir. Niðri í liverri augnaholu er ofurlítið brum eð’a blaðknappur. Að vorinu þegar hlýna fer, vaxa frá þessum blaðknöppum loftstöngl- ar, sem bera blöð og blóm ofanjarðar, en frá lágblaða- öxlum stöngulsins, sem eru jörðu huldar, vaxa út rengl- ur og rætur. Endar þessara jarðrengla safna í sig forða- næringu og verða að nýjum kartöflum. Framan af vaxt- artímanum nærast ljóssprotarnir af næringarforða gömlu kartöflunnar, sem við það rýrnar svo, þegar góð kar- töfluspretta er, að á haustin er ekki annað eftir af henni en hálfrotnaður kleppur. Blöðin á kartöflunni eru stak- fjöðruð, dökkgræn á efra borði og grófgerð. Blómin eru hvít eða bláleit, krónan ltjóllaga. Næringarefni í kartöfl- unni er 2% eggjahvíta, fO—30% mjölvi, 0,f6% fita. Heimkynni kartöflunnar er vesturhálendi Suður-Amer- íku. Englendingur einn flutti liana fyrstur manna til Ev- rópu 1584. Er hún nú ræktuð um allan heim bæði sem garðplanta, en mest sem akurplanta. Síra Björn prófastur Halldórsson í Sauðlauksdal byrj- aði fyrstur á kartöflurækt hjer á landi 1759. Nú eru þær alment ræktaðar, þó mikið vanti á að kartöflurækt sje sá sómi sýndur sem skyldi. Reynslan hefur sýnt að í flest- um sveitum landsins má rækta kartöflur með miklum hagnaði, sje rjett að farið.* Það fyrsta sem athuga þarf, þegar byrja skal á kar- töflurækt, er það að velja heppilegt garðstæði, það er * 1914 voru á öllu landinu ræktaðar 24 þús. tuiinur. 1916 27 þús. 1918 verður eflaust langhæst. Takmarkið ætti að vera tunna á mann a. m. k.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.