Hlín - 01.01.1918, Page 39
Hlin
39
an sýnt að nauðsynlegt er að láta þæv spíra áður, það
flýtir mikið fyrir vextinum. Til þess að láta kartöflurnar
spíra eru aðallega notaðar tvær aðferðir. 1. Að láta þær
á hlýjan bjartan stað, og 2. á hlýjan dimman stað. Fyrri
aðferðina telja margir nútíðar garðyrkjumenn betri, vegna
þess að sprotarnir, sem vaxa í birtunni, verða sterkari,
digrari og styttri, en þeir, sem í myrkrinu þroskast, —
minni hætta á að þeir brotni af í meðferðinni og kraft-
meiri að ryðja sjer braut gegnurn moldina upp í birtuna.
Til eru sjerstakir kassar, sem notaðir eru til þess að láta
útsæðiskartöflur spíra í. Þeir eru svo til búnir, að birt-
an fellur inn í þá, þó þeir standi hver ofan á öðrum,
svo má bera þá milli sín út á akurinn, sem er bæði
fljótlegia og hagkvæmara en að þurfa að færa kartöfl-
urnar úr einu íláti í annað. Tíminn, sem kartöflurnar
þurfa til að spíra, er venjulega 3—5 vikur. Sumir garð-
yrkjumenn halda því fram ,að ekkert sje unnið' við að
hver kartafla hafi margar spírur, ein sje nægileg. Þá
gengur allur kraftur móðurplöntunnar til þeirrar einu,
sem verður fyrir það fljótþroskaðri og kraftmeiri. Til út-
sæðis eru valdar miðlungs kartöflur, stórum má skifta í
tvo eða fleiri parta, er þá best að skifta þeim nokkrum
tímum áður en þær eru settar niður, svo sárflöturinn
skurni dálítið áður en niður er sett. F.kki virðist það
konra að sök, þótt lítið eitt frjósi ofan af grasi að sumr-
inu. Kraftmikið og þjett gras þolir mun betur frost, en
það sem er gisið og kraftlítið.
Kartöflurnar eru vanalega teknar upp síðast í septem-
ber eða fyrst í október. Best er að velja til þess þurt
veður. Við uppskeruna er notað annaðhvort vanaleg
stunguskófla eða kartöflugref. Eigi kartöflurnar að geym-
ast, skal Jress vel gætt — eins og með alla garðávexti —
að meðhöndla þær varlega, kasta Jreim ekki hart ofan í
ílátið og steypa ekki óvarlega úr pokunum, Jregar þeir
eru losaðir. Við hvert liart högg sem kartaflan fær kem-
ur á hana marblettur, fleiri eða færri selluveggir rifna,