Hlín - 01.01.1918, Page 40

Hlín - 01.01.1918, Page 40
40 Hlin enda þótt ekkert sjáist á korklaginu, sem utan um hana er. Rotblettir koma þá fljótlega fram við geynrsluna og dreifast um kartöfluna, og áður en varir er hún orðin stórskemd. Sjúkdómar á kartöflum eru ekki svo sjaldgæfir í öðr- um löndum, bæði á blöðum og linyðum. Stundum koma fram svartir, upphleyptir blettir á kartöílunni, stundum smáholur inn í hana. Sýktar kartöflur er best að tína úr að haustinu, þær þola illa geymslu, en brúklegar eru þær til matar, en með engu móti má nota þær til út- sæðis. Utsæðiskartöflur er best að taka frá þegar að haust- inu og breiða þær á gólf í björtu, loftgóðu herbergi. Þá fá þær á sig grænleitan lit. Þær eru svo geymdar yfir vet- urinn í þurrum, frostlausum kjallara. Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðramóti. Kensla í garðyrkju í S.-Þingeyjarsýslu. Eins og Iesendur „Hlínar“ ef ti'l vill nruna, stunduðu 3 stúlkur garðyrkjunám í Gróðrarstöðinni við Akureyri sumarið 1917. Og eins og „Hlín“ konrst að orði, er hún hóf göngu sína, hafði þessi fyrsti flokkur þá þegar lok- ið námi og hugði gott til að byrja störf sín með sól og sunrri. Af því jeg var svo lxeppin að vera ein í þessunr fyrsta flokki, datt nrjer í lrug að segja lesendum „Hlínar“ lítils- háttar frá starfsenri minni í sumar. Já, víst var sól og sumar, þegar Gunnar bóndi á Reykjum í Fnjóskadal sigldi með mig yfir Eyjafjörðinn á annan í hvítasunnu í vor. Ferðinni var heitið austur í Þingeyjarsýslu. Kvennasamband sýslunnar lrafði ráðið mig til að hafa á hendi unrferðakenslu í garðyrkju. Á Reykjum er mesti myndarbúskapur, utan bæjar og inn-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.