Hlín - 01.01.1918, Síða 45

Hlín - 01.01.1918, Síða 45
Hlín 45 Að ráði stjórnarinnar og samkvæmt nmmælnm á Sam- bandsfundum* var verð ritsins haft svo !ágt sem framast mátti verða (1 kr. 80 bls.), svo það gæti náð til sem flestra, enda er það mikið útbreitt á Norðurlandi. Talsvert hefur og verið selt af ritinu utan Sambandssvæðisins. Þegar þetta nýja Arsrit nú hefur göngu sína, viljum vjer þakka öllum kærlega hjálpina með hið fyrra ritið: Þeim, sem styrktu það með ritgerðum, með vinsamlegum ummælum, með því að greiða götu þess á leiðinni um lanclið. Vonum vjer að hugsjónir þær, er Sambandið herst fyrir, megi stöðugt eignast fleiri stuðningsmenn, karla sem konur; þá er þeim horgið. Halldóra Bjarnadóttir. Hugsjónir. Fyrjrlestur fluttur á Akureyri veturinn 1917 af Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Jeg heyrði nýlega þann dóm kveðinn upp ylir íslensku þjóðinni, að hún væri gáfuð og góðhjörtuð, en ætti und- arlega ilt með að skilja og virða lmgsjónir. Jeg býst við að við verðum að játa það, að það er æði mikið til í þessu. Við eigum svo ilt með að trúa á hugsjónir lijá öðrum mönnum; að Jáegar við heyrum talað um ein- livern, sem berst af kappi og leggur alt í sölurnar, til Joess að ná einhverju háleitu takmarki, sem hann hefur sett sjer, Jrá er okkur gjarnast að ætla, að einhver eigin- gjarn tilgangur húi á bak við, og vanalega er Jrá ein- hver svo skarpskygn að finna, hvað það muni vera. Sje * Konur buðust til að selja ritið sölulaunalaust.

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.