Hlín - 01.01.1918, Blaðsíða 48
Hlin
upp það sem þau ná. Við vonum að þessum ljósum fjölgi
og að birta þeirra nái æ lengra og lengra, þar til þau að
síðustu sameinast í einni kærleikssól, sem megnar að lýsa
upp alla jörðina.
Mig langar til að segja ykkur frá einu þessu litla ljósi,
sem nú á seinni árum liefur lýst upp fangelsin í einu ná-
grannalandi okkar. Það gefur vonir um meiri birtu á þeim
sviðum í framtíðinni.
Sem betur fer er glæpamanna- og fangalífið sá þáttur
mannlífsins, sem við íslendingar þekkjum lítið ennþá,
jeg ætla að vona, að við kynnumst því aldrei, nema af
afspurn. En í öðrum löndum, sjerstaklega í stórborgun-
um, er fjöldi glæpamanna. Börn þessa fólks alast upp í
synd og löstum, þau sjá ekki fyrir sjer annað en það
sem ljótt er og læra ekki að gera greinarmun á rjettu
og röngu. Auk þess eru margir svo settir, að örbirgðin
rekur *þá út á glæpanrannabrautina. Hvað hafa nú þjóð-
fjelögin gert til þess að bjarga þessu fólki? Ekkert ann-
að en hrúga því saman í stór fangalnis, þar sem það
oft hefur orðið að líða margskonar andlegar og líkam-
legar þjáningar, og úr mörgum fanganum hefur þar ver-
ið drepinn síðasti snefillinn af sómatilfinningu og löng-
un til þess að bæta ráð sitt. Þegar svo þessir vesaling-
ar koma út úr fangelsunum, þá eru þeim eiginlega allar
bjargir bannaðar. Enginn vill hafa þá í vinnu af því þeir
liafa verið í fangelsi, en allra augu, og þá fyrst og fremst
lögreglunnar, fylgja þeim eftir með tortryggni. Því er
vanalega ekki um annað að gera, en að halda áfram á
hinni sörnu braut, og fallið verður altaf dýpra og dýpra.
Hjer er þá ein af þeim rotnu mannfjelagsmeinsemdum,
sem ásamt öðrum fleirum hefur orðið til þess að skapa
hið núverandi ástand heimsins, og sem áreiðanlega verð-
ur að lækna, ef vel á að fara. Það hafa líka ágætir hug-
sjónamenn sjeð fyrir löngu, og á síðustu árum hefur
mikið verið unnið að því, bæði af fjelögum og einstök-
um mönnum, að reyna til þess að bæta kjör fanganna,