Hlín - 01.01.1918, Side 50
50
Hlin
málari, koma heim til sín til þess að mála upp gömul
húsgögn. Á meðan fanginn var við þetta starf, gekk
Matthildur um herbergið, þar sem hann var að vinna.
En henni brá í brún, þegar henni varð litið á hann og
þekti þar þegar í stað manninn, sem hana hafði nú dreymt
hverja nóttina eftir aðra. Maðurinn leit snöggvast upp,
þegar hún kom inn, en hjelt svo jafnskjótt áfram við
vinnu sína, en svo voru draumarnir ríkir í huga Matt-
hildar, að hún gat ekki skilið í því, að hann skyldi ekki
eins og í draumunum biðja liana að hjálpa sjer. Maður-
inn virtist vera alveg rólegur, en þó var Matthildur sann-
færð um það, að honum liði eitthvað illa, og henni var
ómögulegt að yfirgefa hann svona. Hún gekk þá til hans
og fór að tala við hann, hún sagði við hann alt Jrað
sem henni datt í hug, að gæti orðið honum til liugg-
unar, hún, sem var að upplagi feimin, varð alt í einu
mælsk, hún opnaði Iijarta sitt meira fyrir þessum manni,
en hún hafði gert fyrir nokkrum manni öðrum. Alt í
einu 'Jragnaði hún, henni datt í hug að það væri ekki
viðeigandi, að hún, sem var svo ung, væri að reyna að
hughreysta aldraðan mann, hann mundi að öllum líkind-
um bara hlæja að benni. Maðurinn Jragði og stóð
álútur við vinnu sína, hún sá ekki framan í hann. Hann
lauk við það, sem hann var að gera, hún var að hugsa
um að laumast út, en þótti Jw skömm að því og stóð
kyr. Þegar hann hafði lokið við vinnu sína, þurkaði hann
af penslunum, og svo leit hann upp og horfði framan í
hana. Þá sá hún að hann hafði grátið og að hann var í
mikilli geðshræringu. „Það er illa farið,'‘ sagði liann og
lagði áherslu á hvert orð, „að þjer getið ekki komið of-
an í fangelsið og talað við liina fangana líka,“ svo fór
hann. Þessi orð fangans rjeðu úrslitunum eða stefnunni
í lífi Matthildar, henni fanst sem guð sjálfur hefði birt
sjer hvað hann vildi að hún gerði og væri Jrað guðs vilji,
að hún vitjaði Jteirra, sem Jrjáðust í hlekkjum og fangels-
lim, því skyldi hún Jrá ekki gera það.