Hlín - 01.01.1918, Side 52

Hlín - 01.01.1918, Side 52
52 Híin fangelsi í Finnlandi. Þetta var Matthildi í fyrstn óskiljanlegt, hún hafði búist við eindregnu afsvari, því þegar hún kom inn tií landshöfðingjans, var lnin svo utan við sig, að hún gleymdi allri ræðunni, sem hún ætlaði að halda, og sagði eitthvað sem hún meinti ekk- ert með, en hugsaði um það eitt, að starf sitt hefði ver- ið dæmt og ljettvægt fundið af því að það hefði grund- vallast á eigingirni. En hún skildi það fljótlega, að vegna framkomu hennar hafði landshöfðinginn talið hana til- heyra þeim flokki manna, sem fljótlega þreytast og falla frá hugsjónum sínum, þess vegna hirti hann ekki um að hefta för hennar, hún var ekki hættuleg. Hefði hann þekt hana eins og hún var, hefði hann ekki gefið henni leyf- ið. Þennan skilning hafði nú þessi maður á kölluninni og hugsjónunum og hann stendur víst ekki einn uppi með þá skoðun. En hræðsla Matthildar við sinn eigin- gjarna tilgang var horfin urn leið og hún fjekk leyfið, því henni varð það á sömu stundu ljóst, að hún var þeim mun betur fallin til þess að leysa starfið af hendi, sem hún elskaði það meira, en hún vissi það á eftir, að þessum efa og óstyrk, sem yfir hana kom, átti hún það að þakka, að fangelsin voru opnuð fyrir henni, hún skoð- aði það sem handleið'slu guðs. I fangelsinu í Ábo var gamall maður einn, sem Lauri hjet. Einn fyrripart dags hafði Matthildur Wrede verið lengi inni hjá honum. Hún var að skrifa lieim fyrir hann og hún ætlaði aldrei að geta lokið við brjefið, því það var svo margt, sem hún átti að segja, og margt, sem hún mátti ekki segja, svo gamli maðurinn var ákaflega seinn að lesa henni fyrir. Þegar hún svo loksins kom út frá Lauri gamla, þá vildi umsjónarmaðurinn ná tali af henni, og hjá honum var hún til kl. 2i/£. Nú var hún vön að fara inn til borgarinnar til þess að borða mið- degisverð, en hún sá fram á það, að í þetta sinn mundi hún ekki hafa tíma til þess, því hún átti að vera komin aftur í fangelsið kl. 3, þá tók hún á móti þeim föngum,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.