Hlín - 01.01.1918, Page 54

Hlín - 01.01.1918, Page 54
54 Hiin korn írá og tekur þegar í stað til að bölsótast ylir því, að einmitt hún skuli þurfa að rekast þarna á þá, þegar hann hafi ætlað að gera sjer glaðan dag. Fjelaga Iians, sem Illonen lieitir, þykir það í meira lagi lítilmótlegt að ótt- ast kvenmann og kveðst skuli tala yfir hausamótunum á henni, ef hún komi. Jokkinen er þó ekki rótt. Hann segist engan vin Iiafa átt nema ltana, á meðan hann sat í fangelsinu, hún hafi heimsótt konuna sína fyrir sig og fært henni frjettir af sjer, liann liafi talið dagana á milli þess, sem hún kom í fangelsið, og nú sjái hún, að hann sje farinn að drekka aftur. Illonen getur þó ögrað Jokk- inen svo, að rjett þegar Matthildur Wrede gengur fram hjá dregur hann tappann úr flöskunni. Hún lítur upp, kernur auga á drykkjubræðurna, staldrar við, horfir á þá um stund, en heldur svo áfram, án þess að segja nokk- urt orð. „Sástu augnaráðið," segir Jokkinen og er mik- ið niðri fyrir. Hann ætlar að bera flöskuna upp að vör- unum, en stansar alt í einu og kallar til Matthildar og er hún snýr sjer við, hrópar lrann: „Skál Matthildar Wrede,“ svo hellir hann öllu niður úr flöskunni. Fjelagi hans horfir á hann steini lostinn, en þetta snertir hann þó meira en hann vill kannast við. í sama bili er Matt- liildur komin til þeirra, liún segir Jokkinen, að þetta atvik hafi glatt sig svo óendanlega mikið, því jrað hafi legið svo illa á sjer, og hún hafi farið út til þess að reyna að Itafa at sjer. Þegar hún hafi sjeð hann með flöskuna, liafi lirygð sín aukist, en nú hafi liann gert sjer svo glatt í geði, að öll leiðindi sjeu gleymd, og nú sknji þeir báðir verða sjer samferða inn til borgarinnar og fá hjá sjer kaffi. „Þjer getið ekki látið sjá yðuraneð okkur,“ segja þeir, en það vill hún ekki lieyra nefnt á nafn, og öll þrjú fylgjast jrati að inn til borgarinnar, Jreir upp með sjer, eins og þeir hefðu hirninn höndum tekið. Að síðustu ætla jeg að geta um viðureign Matthildar Wrede og einhvers harðsvíraðasta glæpamanns, er Finn- land hefur átt. Hann var ræningi, hafðist við í skóg-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.