Hlín - 01.01.1918, Side 55

Hlín - 01.01.1918, Side 55
Hlin 55 um Finnlands, rændi ferðamenn og sveitir og drap marga menn. Þegar hann loksins náðist og var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi, var liann svo ofsafenginn og baldinn, að fangaverðirnir álitu það hættulegt að koma inn til lians. Matthildur Wrede hefur þó haft það l'ram að mega heim- sækja liann, en fangavörðurinn bíður fyrir utan dyrnar, reiðubúinn að hjálpa, ef hún skyldi þurfa þess nteð. Þegar hún kemur inn í fangaklefann, sjer hún fangann liggja á gólfinu, það Ktur út fyrir að liann sofi. Hún ávarpar hann og ber honum kveðju frá frændfólki ltans, en hann ansar engtt. Þá beygir hún sig ofan að honum og leggur hendina á öxl honum, en um leið og lnin snertir hann, sendist hann á fætur eins og örskot. Hann stendur nú fyrir framan hana teinrjettur, og lienni kemur til hugar, að hann sje einhver sá fallegasti maður, sent hún hafi sjeð, stór og sterkur og ber sig tignarlega eins og konungur, andlitið er að sínu leyti eins fallegt og skrokkurinn. En jafnframt og hún veitir þessu eftirtekt, hopar hún ósjálfrátt hrædd undan, Jrví ræninginn er í sannleika ægilegur útlits, hann er svo reiðulegur á svip- inn, að Jaað lítur út fyrir, að liann sje þess albúinn, að slá hana til jarðar, á höndunum hefur hann Jxing handjárn, sem gætu verið lionum hættulegt vopn. Ræninginn sjer að hann hefur gert hana hrædda og hann spyr hana Jíóttalega hver hún sje. Hún segir honum nafn sitt og er reið við sjálfa sig fyrir að hafa rnist kjarkinn, Jtegar mest reið á að hann bilaði ekki. Hann tekur nafn henn- ar upp eftir henni og spyr hvort hún sje í ætt við gener- alinn og landstjórann í Vasa, sent lieitið hafi Jdví nafni. Hún segir að hann hafi verið faðir sinn og spyr fang- ann hvort hann liafi Jjekt hann. „Generalinn var fallegur maður,“ segir fanginn, „Jrað er leiðinlegt að Jjjer gát- uð ekki líkst honum.“ Um leið og hann segir Jjetta, verður Matthildi litið í augu honum og hún sjer að líf hennar hangir á Jjræði. að hann er að reyna til að fá liana til að svara ónotum, svo hann fái ástæðu til J>ess

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.