Hlín - 01.01.1918, Page 57

Hlín - 01.01.1918, Page 57
Hlín 57 járnunum, sem á hann hafa verið lögð. „Skiljið þjer það,“ segir hann með hryllingslegum ákafa, ,,að sá sem hefur lifað í skóginum, getur ekki þolað að lifa í annari eins liolu og þessari. Maður verður að losast á einhvern hátt.“ Hann gengur frá henni yfir að veggnum og hallast upp að honum. Svo segir liann henni, að þegar hann náðist, þá liafi það verið sín eina von, að hann væri búinn að drepa svo marga menn, að hann mundi sjálfur verða líf- látinn. Nú hafi hann samt sem áður verið náðaður, og þegar hún hafi komið inn, hafi hann einmitt legið og verið að hugsa um að hann skyldi drepa þann sem næst kæmi inn til sín. Hann kveðst mega til með að drepa einn eða fleiri, svo marga, að iiann verði sjálfur tekinn af lífi, svo hann losist frá þessu öllu saman, hann hafi gert tilraun í gær, en hún hafi mistekist, en liann hætti ekki fyr, en sjer takist að drepa einhvern. Hún situr róleg kyr á sama stað, en spyr hvort það sje ætlun hans að segja sjer að hann ælti að drepa hana. Hann segist liafa verið ákveðinn í því að gera það, þegar hún kom inn, en hann hafi eiginlega ætlað sjer að drepa karl- mann, en af því hún sje kvenmaður, þá skuli hún nú fá að fara út, ef hún fari strax. ,,Og ef jeg fer ekki,“ sagði hún. „Þjer megið engan tíma missa," segir hann, „ef þjer farið ekki nú þegar, þá. . . .“ Hún spyr, hvort það sje ekki ætlun hans að drepa þann næsta, sem konri inn á eftir sjer, og hann segist þegar liafa sagt henni, að það muni hann gera. „Skiljið þjer þá ekki, að þá get jeg ekki farið,“ segir hún, „jeg get ekki forðað 'mjer til þess að láta annan verða lyrir högginu, eigi einhver að deyja, þá er eins gott að það sje jeg eins og einhver annar." Svo snýr hún sjer frá honum, hún býst við að dauða- stundin sje komin, spennir greipar og biðst fyrir, felur sál sína guði á hönd. Hún heyrir nokkrum sinnum liringla í hlekkjunum á manninum yfir við vegginn, hann dregur þungt andann. Svo heyrir hún hann koma, hann rekur upp óp, svo býst hún við drepjandi höggi á höf-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.