Hlín - 01.01.1918, Page 59

Hlín - 01.01.1918, Page 59
Hlin 59 urnar, og hefur mjer aldrei þótt nein „skreytt randakaka" jafn góð' og blessaðar lummurnar, sem hún mamma bak- aði. Svo þvoðum við okkur og greiddum. Þá tók pabbi húslestrarbækurnar ofan úr skáp, settist í húsdyrnar og las og söng, og ljet alla syngja með sjer, sem gátu. — Svo borðuðum við „litla skattinn"; að því loknu fór alt unga fólkið út á tún í leiki: risaleik, setublindu og rófu- leik. Rófan var oft löng og blykkjótt og vildi stundum slitna, en náði þó jafnótt saman. Gerðu allir besta róm að jressari skemtun. Þegar vel voraði, var byrjað að vinna á túni föstudag- inn fyrstan í sumri. — Þá fóru fuglarnir að korna liver af öðrum og fylla loftið með indælum vorkliði. Þessir sí- iðandi, fjörugu vinir þyrptust hóþum saman kringum sker og hólma, og gerðu öllum glatt. í geði, er sáu þá og heyrðu.— Innan við fermingaraldur fórum við systkinin að liggja við grös, „vera í heiði“, sem kallað var. Þá var oft glatt á hjalla, þegar við lögðum af stað ríðandi á þófa, ofan ;i allskonar hrasíi, sem við þurftum að hafa með okkur, því oft var legið f heiði: viku, hálfan mánuð til þrjár vikur. Stundum var fólk í einu frá fleiri bæjum, og þá skamt á milli tjaldanna. Hittust tjaldbúar þá oft, og rjeðst svo með þeim, að grasafólkið skyldi fá sjer áflogakviðu til að hita sjer, ef kalt var, oft var hráslagalega ónota- legt að vera í heiði á nóttunni, þó það væri líka oft, — já, mjer finst oftar — hlýtt, milt og yndislegt. Þegar áflogin höfðu staðið stundarkorn, hrópaði einhver af þeini eldri í hópnum, að nú væri mál að hætta, annars yrði grasatekjan okkur til minkunar í nótt. Og þá var tekið til óspiltra málanna, þangað til næsta „tína“ var búin. Oft vorum við syfjuð um lágnættið. En um leið og sól- in rann upp, var allur svefn horfinn, og brugðum við okkur þá upp á næsta sjónarftæð, til að sjá blessaða „Sveitina“ morgunrjóða og sællega. Döggin iðaði og

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.