Hlín - 01.01.1918, Side 64
64
Hlin
Frá Svíþjóð.
Yður datt í hug að spyrja mig frjetta, er jeg kom frá
útlöndum.
Jeg hef enga hæfileika til þess að segja frá — því er
nú ver — og Svíþjóð er okkur öllurn svo kunungt land
að náttúru, að jeg tel mig ekkert fróðari en vkkur hin,
þótt jeg hafi dvalið þar nokkurn tíma. En landið er ynd-
islegt — „valkommen i det grönna", segir Svíinn. Skóg-
arnir eru ástvinirnir okkar og langa sumarið. — F.n vet-
urinn óvæginn.
Hafið þið ekki öll verið á sænskum herragarði með
lienni Selmu Lagerlöf?
Hafið þið ekki verið í „trádgárden“. trjágarðinum?
Sjeð stóra íbúðarhúsið og rauðu bygginguna — mörgu
rauðu ltúsin — ogheyrt klukknahringingai nar. Klukkurn-
ar eru að kalla á fólkið til vinnunnar, — þær hafa í mörg
hundruð ár kallað á fólkið frá vinnunni. Hel'ur ekki
Selnta Lagerlöf kent ykkur að hreyfa klukkustrenginn?
Kallið er svo vinalegt, þegar vel er hringt.-
A Stora Röjn eru hjónin Hjálmar og Ingigerður, „pat-
ron og frun“, þau hafa margar og miklar áhyggjur á
þessum haturs- og hefnda-dögum. Hún Ingigerður segir
það vera eins ilt að vera „frun“ á þessum seðlatímum,
eins og það hafi verið skemtilegt á góðu árunum. Þau
eiga tvö börn, Ósvald og Brittu. Ósvald er 11 ára og les
bæði þýsku og ensku í barnaskólanum.
Á Stora Röjn er engin sauðfjárrækt — en 20 kýr, 7
hestar, 8 svín og 50 hænsn — annar er bústofninn
ekki. Þó er eitt húsdýranna ótalið — það er eftirlætið
húsbóndans — hundurinn lians, „Lád“. Lád býr í húsi
fram á hlaðinu, sem bygt var handa honum. „Patron"
er sjálfur matsveinn hans. Og þótt Hjálmar geri miklar
kröfur til þæginda, fer hann á fætur kl. 6 á hverjum