Hlín - 01.01.1918, Page 66

Hlín - 01.01.1918, Page 66
66 Hlin „Gud som haver barnen kar, se till mig som liten ár, várt jag mig i várlden vánder stár min lycka i Guds hánder." Svo kyssir mamma Brittu — og Britta cr sofnuð. Hefur ekki Selma Lagerlöf leitt ykkur og sýnt ykkur gömlu grenitrjen, sígrænu trjen, sem standa þolin í öllum veðrum, þau sjást frá hverjum sveitabæ í Skandinavíu. Þau eru altaf jafn rólynd — þau eru eins og gamlir oddvit- ar. Og furuna þreklegu? Hefur hún ekki sýnt ykkur lit- skrúð skóganna? Sýnt ykkur björkina á vorin? Er eki hver hrísla yndisleg yngismær? Hefur hún svo ekki sagt ykkur að loka augunum og anda að ykkur vorloftinu, skógarilminum? Látið hana samt ekki fara með ykkur í gönur. Tilveran heimtar hreysti og þrótt — helst ótakmark- aðan. — * # * Hvað á fátæka fólkið að borða, þegar kjötpundið er orðið 3 kr. og pundið í óslægðum fiskkóðum 80 aura, þegar því er skamtaður kornmaturinn þannig, að viku- forðinn er hæfilegur yfir dagiiin? Það á að borða kar- töflur, þær getur það fengið á 25 aura lítrann. En það stendur ekki lengi. Aðeins október- og nóvembermánuð — þá eru þær keyptar upp af gróðamönnunum, fyrir- hyggjumönnunum, eða stjórnin liefur tekið þær til geymslu — til úthlutunar. Þar á eftir fær fólkið kannske einn líter, ef það stendur og bíður hálfan daginn úti í gaddinum, eftir náð drottins síns. Stjórnin lætur afhenda 1 dag vikunnar — einn kartöflulítra þeim, er hafa þol til þess að’ standa í 30 gráða frosti, eins og skepnur sem reknar eru til slátrunar, í hóp úti fyrir náðardyrun- um, vaktaðir af lögreglunni, þangað til kaupmaðurinn liefur tíma til þess að sinna þeim. Lögreglan hefur nóg að gera að sjá um að þessj fórnardýr auðsins ryðjist

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.