Hlín - 01.01.1918, Page 68

Hlín - 01.01.1918, Page 68
68 Hlín eru í augum þess djöflar jarðarinnar, sem taka frá þeim laun þess, þegar að sverfur, svo að þeir sjálfir geti haldið áfram að velta sjer í sællífi og nautnum. Sálarlíf fólksins er eitt óslökkvandi bál — neyðin er meiri en nokkur fái bót á ráðið. En stóreignamennirnir sitja á bestu veitingahúsunum og drekka whisky. Þeir eru að bíða eftir að rætist fram úr. Þeir eru að bíða eftir að geta hreyft vængina til flugs. Nú vinst ekki tími til málalenginga. — Jeg hef verið sjónarvottur að þessu, þótt jeg velji frásögu nrinni þenna búning. A Stora Röjn var jeg um hríð, en var grunuð um að vera njósnari og var stefnt fyrir rjett. Varð jeg að mæta kl. 12 á aðallögreglustofu Gautaborgar daginn eftir að stefnan kom. Þar var jeg þá meðal stórafbrotamanna, þjófa og morðingja. Minnist jeg sakar einnar stúlku, hún hafði kæft barn sitt í fatakistu sinni. Þar var um auðugan garð að gresja fyrir lögregluna. Jeg var yfirheyrð með nokkrum spurningum: Hvort jeg væri íslensk? Hvers vegna jeg væri komin svo langt að? Hvort jeg hefði komið á heræfinga-stöðvarnar? (Þær lágu í grend við Stora Röjn.) Svo var mjer bannað að vera á Röjn nóttu lengur: „Ni ar val ingen farlig spion“? var síðasta spurningin, og slapp jeg með væga sekt. Enginn útlendingur fær að koma nálægt heræfinga- stöðvum Svía. Þá var að binda bagga sína og kveðja Stora Röjn, flutti jeg þá til Gautaborgar með lögreglunnar góða leyfi — en oft þurfti hún að spyrja húsráðendurna (þar sem jeg leigði) um hagi mína. Hvar jeg væri mest, og með hverjum. Hvort jeg kæmi seint lieim á kveldin. Allur er varinn góður. Annars mætti jeg góðu einu hjá Svíanum (mentaða fólkinu). Alþýðan hefur lítið gott að bjóða, hún er fá-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.