Hlín - 01.01.1918, Side 73

Hlín - 01.01.1918, Side 73
er nauðsynjamál. Þess vegna hafa heimilisiðnaðarfjelögin og einstakar konur haldið nokkur námsskeið undanfarin ár. En það er aðeins lítilsháttar tilraunir. Þó hafa þær gert nokkurt gagn, vakið áhuga fyrir málinu á þeim svæð- um að minsta kosti, sem námsskeiðin hafa verið haldin, og sannað það, að talsvert mikið má læra að vefa á 4—6 vikna námsskeiðum. En ef vel á að vera, þarf vefnaðar- kenslan að komast í fastara og betra horf. I kaupstöðum eru auðvitað að ýmsu leyti góðar ástæð- ur til að lialda svona námsskeið, auðveldara að fá hús- pláss þar en í sveitum. En aftur á móti er hætt við að námsskeið þar yrðu ekki sótt nógtx vel af svéitastúlkum, sem þó þurfa sjerstaklega að læra vefnað. Aftur á móti er það mörgum erfiðleikum bundið að halda vefnaðar- námsskeið í sveitmn, einkum þegar ekki er til fastur stað- ur fyrir þau, og aðeins eitt námsskeið er haldið í stað. Ætla jeg vefnaðarkenslu væri best komið í sambandi við kvennaskóla og aðra alþýðuskóla, er konur sækja; minsta kosti meðan enginn sjerstakur handavinnuskóli er til í landinu. Reyndar má nú segja, að reynsla sje fengin um það og liafi gefist miður vel. Því fyrir nokkrum ár- um var vefnaðardeild sett á stofn við kvennaskólann í Reykjavík, en lagðist. niður eftir fá ár. Hvað valdið hei- ur, veit jeg ekki með neinni vissu. En víst er það, að ai- mennur áhugi var þá lítill fyrir þessu máli, eins og fyrir eflingu heimilisiðnaðar yfir lröfuð, og hefur það sennilega valdið einhverju um, að ekki varð meira úr þessari kenslu. Að minsta kosti þykist jeg sannfærð um, að þar sje engin fullnaðarreynsla fengin í þessu efni. Hvernig kenslu í heimilisiðnaði yrði best komið fyrir á þessum skólum, verða sjálfsagt skiftar skoðanir um. Hitt virðist auðsætt, að hægast muni að útbreiða kunnáttu í þeim greinum sem öðrum með því að taka þær upp í skól- ana, kvennaskólana fyrst og fremst, úr J>ví þeir kenna handavinnu á annað borð. Yrði nú vefnaður sú grein lieimilisiðnaðar, sem mest

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.