Hlín - 01.01.1918, Side 78

Hlín - 01.01.1918, Side 78
78 Hlin Jeg álít, að allar konur ættu að eiga oiurlítið íshús, sjerstaklega þær sem færa frá, Mjer hefur fundist jeg fá meira smjör úr kælda rjómanum, og það þarf ekki að geyma hann nema dægur til þess að hann sje orðinn nógu kaldur, hvað heitt sem er. Það er líka þægilegt í hiturn á sumrin að geta brugðið inn í ískofann hverskonar nýmeti, sem rnaður vill geyma. Fyrir utan þægindin og hollustuna sparast saltið — nerna Jrví aðeins að maður vilji frysta eitthvað, þá er ekkert því til fyrirstöðu. Það er kostnaðarlítið að koma sjer upp ískofa. Við grófum inn í hól fyrir ofan bæinn, reftum upp, settum hurð fyrir, dyr móti norðri, fyltum húsið með ís síðastl. vetur. Þegar voraði var svo sjatnað, að koma mátti ílátum fyrir, við gerðum holur í fsinn fyrir ílátin. Jeg gét ekki hugsað mjer að vera án /skofans míns hjereftir. Eyfirsk kona. Þvottasápa. A Iðnsýningunni á Akureyri í sumar var þvottasápa lrá Munka- þverá í Eyjafirði. Sápa þessi liefur þótt gelast ágætlega vel, og hafa því margir tekið upp sápusuðu Jtessa. Sápunni fylgdi uppskrift, og þykir vel við eigandi, að birta hana hjer öðrurn til eftirbreytni, þó sum af efnunum í sápunni sjeu ekki auðfengin, má J)ó vera, að einhverjir búi svo vel, að Jrað sje ekki til fyrirstöðu. Þess er getið, að sápan sje sjerstaklega góð í suðuvatnið og J>egar lagt er í bleyti. Verð er talið nálega 50 au. pundið. 15 1 vatn. 5 pd. fita. 3 pd. sódi. 11/2 pd. kalk (leskjað). 3 pelar af salti. Helmingurinn af vatninu er látinn í pottinn og sódinn og kalkið. Fitan er látin í, þegar fer að hilna. Þetta er soðið í 4 tíma við hægan eld og vatninu (heitu) smá- bætt í.-Þá er saltið látið í og sápan soðin li/2 tíma. Þess má geta, að í sápuna má nota hvers kyns úrgangsfitu, sem til fellur, svo sem fitu innan úr gærum, utan af vömbúm o. s. frv. Kalkið hreinsar óhreinindi úr, og þau setjast á botninn.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.