Hlín - 01.01.1921, Page 8
6
Hlin
því aí írcmsla megni að fengin verði kembingarvjel lil
notkunar fyrir Húnavatnssýslu, og telur hlutafjársöfnun
heppilegustu leiðina, og að samkomulags verði leitað við
Strandasýslu.
IV. Garðyrkjumál.
Framsögu hafði Rannveig Líndal. Tillaga samþykt:
Fundurinn vill að kvenfjelögin hlynni að garðyrkjunni
með því að koma því til leiðar að leiðbeiningar fari
fram í garðyrkju helst í hverjum hreppi, bæði haust og
vor.
V- Bannlög.
Framsögu hafði Þóra Jóhannsdóttir. Tillaga samþykt:
Fundurinn skorar á þing og stjórn að annast um að
strangt eftiriit verði haft með því að bannlögunum sje hlýtt.
Sömuleiðis var rætt um nautn tóbaks, og samþykt
svo hljóðandi tillaga:
Fundurinn skorar á konur norðanlands að gera það
sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir
tóbaksnautn unglinga, sem nú virðist fara í vöxt, en cr
stórskaðleg fyrir heilsu þeirra og andlegan þroska.
Fundi frestað til næsta dags.
Laugardaginn 4. júní var fundinum haldið áfram.
VI. Ávarpstitill kvenna.
Framsögu hafði SigurlaugBjörnsdóttir áSíðu. Till.samþ.:
Fundurinn leggur til, að allar ísienskar konur, jafnl gift-
ar sem ógiftar sjeu kallaðar og skrifaðar frúr.
VII. Landssamband.
Framsögu hafði Halldóra Bjarnadóttir. Tillaga samþ.:
Fundurinn telur sjer ekki fært að ganga í Landssam-
bandið að svo stöddu.