Hlín - 01.01.1921, Blaðsíða 79

Hlín - 01.01.1921, Blaðsíða 79
HUn 77 mælti amma í klökkum róm, um leið og hún þerraði tár er braust fram í sjóndöpur augun. »En hvað lærðirðu þá þarna?« mælti Anna. Hana fór að langa til að heyra meira af þessari skrítnu skólasögu ömmu. »Jeg lærði kverið mitt og Ias biblíukjarnann, annað var ekki heimtað í þá daga«, svaraði amma hennar. »Lærðirðu þá ekki að reikna?« spurði Anna. Amma gamla brosti. »Lítió var nú um þessháttar« mælti hún. »En atvikin og kringumstæð- urnar hafa kent henni ömmu þinni dálítið í reikning um dagana, og það hefur hún haft þörf fyrir, því margan svangan var að seðja, en föngin oftast nær smá, og var það þá deilingin, sem oftast nær kom að bestu haldi.« »Pú hefur þó lært málfræði?* mælti Anna, því allan þennan fróðleik kunni hún að nefna. »0, ekki held jeg það nú, tetrið mitt«, mælti amma. »En það hef jeg reynt að temja mjer að særa aldrei aðra í orðum, og útata ekki mál mitt með Ijótum munnsöfnuði.« »En lærðirðu þá ekki landafræði og hefurðu ekki sjeð kortið?« spurði Anna. »Landafræðisþekking mín nær nú lítið útyfir dalinn hjerna,« mælti amma. »Að vísu hef jeg lesið um hin og þéssi lönd út í víðri veröld, en hjer hefur landafræðis- þekking mín komið að bestum notum. Jeg held jeg megi segja, að hjer þekki jeg hverja Iaut og hverja þúfu og viti upp á hár hvar er best skjólið og beitin fyrir blessaðar skepnurnar.« En hefurðu þá ekki lesið íslands- söguna?« spurði Anna. »0, ekki getur það nú heitið, barnið gott. Jeg hef stundum verið að rýna í hitt og þetta sögukyns, og töluvert er jeg orðin kunnug æfiferli forfeðra okkar. Pegar jeg gat fengið bækur, þá settist jeg sjaldan svo á rúmfletið mitt, til að taka í prjón eða göndla bandenda, að jeg hefði ekki bók í kjöltu minni.« »Skrifa kantu þó amma?« hjelt Anna áfram. »0, ekki held jeg að skriftin mín sje nú upp á marga fiska. Það var engin sem kendi mjer að draga til stafs, og það lítið sem jeg kann að klóra, þá lærði jeg það með því að hafa fyrir mjer sendibrjef, og sótblek og fjöðurstaf varð jeg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.