Hlín - 01.01.1921, Page 17
Hlin
15
Viðvíkjandi fjármunalegum hag af írjágróðri skal jeg
segja frá smáatviki. — Nóttina milli 25. og 26. þ. m.
var lijer talsvert frost í bygð. Fjell þá mjög jarðeplagras
í görðum. Einnig í »Skrúð«, nema í rönd hvervetna
l'ram með trjálínunum. Par stóð það óskemt, og stendur
enn, sællegt eins og Staðar-börn hjá hálf-kuldadauðum
börnum hjáleigukotanna. —
Jeg hef verið spurður, hví jeg hafi valið mjer svona
hrjóstrugan stað til græðslu. Svarinu er sem hvíslað að
mjer: »Pað er meira vert að koma nokkru íram á erfið-
um stöðum og skilyrðasnauðum. Ef hægt er að vekja
þar fagran gróður á milli grjóts og hjarns, þá getið þjer
enn vonaröruggari um ávextina tekið til starfa á frjósam-
ari og skilyrðabetri stöðunum, sem margir eru í Iandi
voru. — Mig langar enn, ef guð gefur mjer krafta til,
að auka gróður á hrjóstrinu. Svo takið þjer, ungir vinir
mínir, »vormenn íslands,« við, »skógi að skrýða skriður
berar, sendna strönd«. Færið móðurlandið yðar í skín-
andi blómskrúða, sem þó sje — minnist þess — aðeins
ímynd þess, hvílíkir skínandi gimsteinar þjer sjeuð sjálíir
á skrúða guðs dýrðar hjer á jörðunni«. —
Núpi, 31. ágilstm. 1921.
Sigtr. Guðlaiigsson.
Skógrækt.
Þótt grasræktin eðlilega sje höfð í mestum metum hjá
oss íslendingum, megum við þó með engu móti van-
rækja skógræktina og garðræktina, svo feykna mikla
þýðingu hafa þær, bæði beinlínis og óbeinlínis, fyrir
land vort og þjóð.