Hlín - 01.01.1921, Side 23

Hlín - 01.01.1921, Side 23
21 Hlln enda var það auðfundið að þarna var æfing og áræði meira en menn hafa jafnaðarlega átt að venjast á sýn- ingum. Munirnir voru hátt á 3. hundrað, flestalt mjög gagnlegir hlutir, sem notaðir eru í daglegu lífi og fjöl- breytni ekki svo lítil. Því miður komust aðeins nokkrir smámunir af sýningu þessari á landssýninguna, skips- ferð vantaði eftir þann tíma. — Allir hreppar sýslunnar tóku þátt í sýningunni, misjafnlega mikinn eftir ástæð- um. Athygli vakti búningur, sem ein af húsfreyjum hjer- aðsins hafði komið sjer upp til hversdagsnotkunar á vetrum, klæddist hún búningnum á sýningunni, og var hann einkar snotur, Ijettur, liðugur og skjóllegur. Pils og upphlutstreyja úr svörtum ullardúk (einskefta), var pilsið skorið upp að framan, svo þrír dúkar nægðu, og varð þannig að mun ljettara en vanaleg peysupils, dúk- svunta við og prjónað vesti líkt upphlut í lögun — og svo auðvitað skotthúfan, það var einmitt mikið hennar vegna, að konan kóm sjer upp búningnum. »Mjer þykir vænt um húfuna mína, hana vil jeg ekki missa,*« sagði hún, betur að margir væru svo sinnaðir. Henni hafa leiðst Ijereftskjólarnir á fullorðnum húsfreyjum, vetur jafnt sem sumar, og lái jeg henni það ekki. Hafi hún þökk fyrir búninginn, það er ekki lítils vert, að konur eignist smekk- legan hversdagsbúning, skjóllegan og úr innlendu efni, en fallegra hefði mjer þótt að hafa upphlut í stað vest- isins, hann mátti vera fábrotinn og ódýr, t. d. aðeins ílauel á börmunum í stað baldýringar og vírsnúra fram- með, látúnsmillur, reim og nál. En nú skal minst á fleiri hluti, er voru eftirtektaverðir á sýningunni. Ein af eldri tó-konum hjeraðsins, er átti marga prýðilega muni á sýningunni, hafði og gert stung- ur í saumavjel með ullarþræði og tekist ágætlega. Heima- sæturnar áttu auk hannyrðanna ýmsa útskorna muni, mikið fallega; suðvesti, furðu líkt útlendu; reiðsokka með góðri gamalli gerð o. fl. íJá var þarna vormeldúkur

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.