Hlín - 01.01.1921, Page 40

Hlín - 01.01.1921, Page 40
38 Hlin II. í upphafi var Kaos þ. e. jörðin var í eyði og lóm og myrkur yfir djúpinu. En svo skapaði guð Kosmos — þ. e. reglubundinn, lögumháðan heim.* Trúarbragðahöfundum og heimspekingum mörgum kemur saman um, að lengi hafi efnið verið til, en alt á ringulreið, og hlýddi engum skynsamlegum lögum, fyr en guð skapaði úr efninu og kom viti í alt saman, svo að úr varð Kosmos. f*ar varð einhver munur á, og von að guð segði: »Sjá það var harla gott«. Eftir því sem mannkyninu óx fiskur um hrygg, þá vaknaði hjá því sviplík löngun og hjá skaparanum sjálf- um að skapa líka i!tKosmos úr Kaos. Til þess þurfti iðjusemi og reglusemi, og nægjusemi gat komið sjer vel, þegar úr litlu var að skapa. Allur iðnaður, allar listir, allar mentir og mannvirki urðu smám saman til fyrir þessa lofsverðu viðleitni. Oóðum og greindum mönnum tókst að koma skipulagi á heimili, síðan sveitafjelög og seinna þjóðfjelög. En mannfjelagsskipunin á enn langt i land að skapast. Að vísu var vel á veg komið 1914, en þá fór skrattinn úr sauðarleggnum og kom versta glund- roða á alt saman, bæði mannfjelag, þjóðfjelög og jafnvel sveitafjelög og mörg heimili. Nú þurfa að koma »kær- leikans tíðir«, því nú á það langt í land, að »sælu njót- andi, sverðin brjótandi, faðmist fjarlægir lýðir«. Og ekki ríður siður á, að allir kappkosti að skapa »Kosmos«, hver í sínum verkahring og elski »Kosmos«hugsjónina, elski hana fram í bænum sínum og börnum eins og Björnstjerne kveður að orði í sínu ættjarðarkvæði. En til þess þurfa allir, eða sem flestir (því altaf verða einhverj- * Okkur vantar íslenzk orð yfir Kaos og Kosmos, en merking þcirra er yfirgripsmikil. Kaos táktiar það, sem cr á ringulreið og í mesta glundroða, en Kosmos alt það sem er samfeld heild með góðu skipulagi.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.