Hlín - 01.01.1921, Side 43

Hlín - 01.01.1921, Side 43
Hlin 41 syngja, rieina, rita, þýða, einn er biskup allra sól.« (M. }.) Eða við lesum sjálfa söguna af Hólum í þá daga: »Hjer mátti sjá um öll hús biskupsstólsins mikla iðn ok athöfn. Suinir lásu, sumir námu, sumir kendu. Engi var öfund þeirra í milli eðr sundurþykki, engi ágangr eðr þrætni, hverr vildi annan sjer meiri háttar; hlýðni hjelt þar hverr við annan og þegar signum var til tíða gjört, skunduðu allir þegar ór sínum smákofum til kirkj- unnar, sætligan seim sem þrifit býflygi til býstokks hcilagrar kirkju með sjer berandi, hvert þeir höfðu samanborit ór lystilegum víu- kjallara heilagrar ritningar.* (Bp. 1., bls. 239.) Og — »Fólkið þusti heim að Hólum, hjörtun brunnu sem á jólum, aldrei dýrri dagur rann.r. En svo kom aftur bylgjugangur og smásaman aftur og aftur ólag á. Heiðnin vildi koma aftur. Katólskan spiltist og varð ekki úr því bætt, þó Jóni Gerrekssyni væri drekt í poka hjá Spóastöðum. Svo kom siðbót um tíma, svo aftur og aftur ringulreið o. s. frv. Alt gengur í bylgjum, en þó áleiðis — >nec mergitur«. Falleg var óneitanlega reglan hjá blessuðum Jóni helga — falleg á sínum tíma. En lítið mundum við nú bættari þó að kæmist katólskan aftur. Hún mundi ekki reynast betur en hreina lúterskan nú á dögum. Hvorug á leng- ur við í óbreyttri mynd. En altaf þurfum við skörunga eins og Jón, höfði hærri en fólkið — og með því eftir- mæli sem sagan gefur honum: »að aldrei fann fjandinn hann iðjulausan«. Nýtt þarf að koma eins og ætíð í sögunni, þegar í öngþveiti er ratað. Nýjan Jón helga þurfum við »íturvænan, engilfríðan eins og hann« — öllum mannkostum búinn og ekki sist — iðjusemi, reglu- serni og nœgjusemi. (En engin »hálaunagráðug valdafík- in smámenni«, eins og ráðherra Björn sagði). V. Fróðlegt er að lesa um.alt það andstreymi, alt það,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.