Hlín - 01.01.1921, Page 46
44
Hlin
ana og íhuga okkar gang. Fólkið hefur streymt úr sveit-
unum til kaupstaðanna, af því það bjóst við meiri birtu,
og meiri yl, líkt og flugurnar sem fljúga að IjósL Exce-
lisor! hærra og hærra vill maðurinn komast — en »í við-
leitninni villur fer«: Baðstofurnar sem fyrrum voru verk-
smiðjur landsins, standa ýmist auðar fyrir fólksleysi, eða
eru minkaðar um helming eða þriðjung, og orðnar að-
eins svefnklefar og vjelarhús (N.B. eldavélarhús). Peir
fáu sem þar sofa eru úti allan daginn við skepnuhirð-
ingu, en konan ein í búri, fjósi, við eldamensku og öll
innanhússtörf, og krakkarnir á farskóla eða hanga i pils-
um mömmu sinnar, og ungu stúlkurnar á námsskeiðum.
Svona er sveitalífið á veturna. En á sama tíma ganga
menn atvinnulausir eða lifa hálfdrættingslífi í hópatali í
kauptúnum landsins. En þar er sofið fram eftir á morgn-
ana og spilað og slæpst seinni hluta dagsins fram á
nætur. Þetta er komið upp í vana. — tekur hver eftir
öðrum og heldur þetta óheilbrigða líf vera eins og á
að vera.
Einhver allra kærasta endurminning mín frá æskuár-
unum er baðstofan í Odda; þegar alt vinnufólkið kept-
ist við að vinna á kveldvökunni. Hver sat á sínu rúmi.
Sumar stúlkurnar spunnu, aðrar kembdu, ein tvinnaði á
snældu, önnur saumaði, ein að gjöra skó o. s. frv. Einn
vinnumaðurinn rakaði gæru (á beru læri), annar fljettaði
reiptagl, þriðji saumaði skinnbrók (sem var svo stór, að
hún náði mjer upp fyrir haus, þegar jeg fjekk að prófa
hana), fjórði dittaði að meis og fimti var að vefa. En jeg
spólaði. Og kennarinn okkar barnanna las upphátt skáld-
sögu fyrir fóikið.
Allir unnu af kappi og uppörfuðu þegjandi hver ann-
an, svo að vinnan varð skemtileg. Vinnurnennirnir gjörðu
það sem ráðsmaðurinn sagði þeim að gjöra, en vinnu-
konurnar hlýddu mömmu í öllu. Pabbi sat á sinni skrif-
stofu og var að yrkja. (Hvað skyldi það eiga að þýða?