Hlín - 01.01.1921, Page 51

Hlín - 01.01.1921, Page 51
Hlín 49 sem móðirin ber barnið sitt fyrir brjóstinu, — hún gerir það méðan hún lifir. Að maklegleikum hefur móðurástin verið vegsömuð í ræðu og riti. Matth. Joch. segir um sína móður: »Hví skyldi’ jeg yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp þú minn hjartans óður, því hvað er ástar- og hróðrar dís, og hvað er engill í Paradís hjá góðri og göfugri móður. Og aftur Br. Jónsson, þegar hann yrkir í ellinni trega- kvæði sitt »Minninúpur í eyði«, þá er þetta eitt stef þar i: »Og móðir mín góð þar lifði og Ijest, er litlum og stærri var mjer best. Og enn við þetta mitt æfistig hún er þar lifandi fyrir mig, þó alt sje í heiminum hverfult.« Pað sagði Páll Melsted mjer að væri staðreynd, — að svo miklu leyti sem kvenna væri getið, — að bestu menn mannkynssögunnar hefðu átt góðar og göfugar mæður; og víst hefir það varið margan ungan mann falli að hugsa um móður sina, guðhrædda og góða, og bera hana saman við andstæðurnar, sem mættu honum, þeg- ar hann kom út í heiminn. Engin mannleg tilfinning er ósjerplægnari en móður- 'ástin, og ekkert hlutskifti göfugra en ástríkrar móður. En »allir dagar eiga kvöld«, og ekki geta börnin altaf verið hjá foreldrum sínum. Útþráin tekur að gera vart við sig hjá unglingnum, hvort sem hann er sveinn eða mey. »Út vil jeg, út vil jeg undralangt* o. s. frv. Pað eru fleiri en »Árni« Björnsons sem taka undir það, og það er eðlilegt, þroskinn og menningin krefjast þess. Unga fólkið vill leita sjer frægðar og frama, litast um úti í víðsýninu, sýna sig og sjá aðra, því um líkt leyti 4 L

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.