Hlín - 01.01.1921, Síða 56
54
Hlíti
vonar að eignast einhverntíma góða konu, sem hjálpi
honum til að verða betri maður; þeir vilja gjarnan skemta
sjer með hinum, en eiginkonan þeirra á að vera góð.
»Jeg mætti þjer með einni nýrri í gærkvöld,« sagði
piltur við kunningja sinn, »var það nú sú eina rjetta?«
»Nei, langt frá því! Heldurðu að konan mín verði ékki
að vera vandari að virðingu sinni en svo, að hún gangi
úti með piltum um nætur!« Petta er hugvekja fyrir ung-
ar stúlkur. Ef konur eða stúlkur væru samtaka í því að
gera hærri siðferðiskröfur tit karlmanna, ög — sýndu sig
þar sterkar á svellinu sjálfar — þá væri siðferðislega
hliðin á heiminum glæsilegri en hún er nú. Ef þið setj-
ið merkið hærra, þá eru karlmennirnir knúðir til þess
einnig að setja merkið hátt. »Jeg var kölluð vandlát, og
sumar sögðu jeg væri ströng«, sagði frú Thora Melsted,
»en það verður að setja takmarkið hátt, eigi síst að því
er siðferðið snertir.« — Og enn eitt; minnumst þess, að
enginn maður villist út á glapstigu ástarinnar, fyr en ein-
hver kona glæpist á því að fara þangað með honum. —
Það eru því miður mörg heimili, sem eru furðu fátæk af
ást, eða jafnvel hlýju, þó hjón eða vandamenn eigi í hlut.
Avebury lávarður segir í grein sinni: »Hjúskapur og vin-
átta«: »Pað hús sem enga ást hýsir, getur verið vígi eða
skrauthöll, en það er ekki heimili; ástin er líf heimilisins.
Hús án ástar er ekki fremur heimili, en líkami án sálar
er maður.« Og þó munu flestir þekkja mörg hús og
heimili, sem þannig er ástatt um. Mikið er talað um
ógæfusama ást, en það hugtak er oft misskilið, frá mínu
sjónarmiði. Jeg tel það ekki ógæfu, þó stúlka komist að
því, áður en hún giftist, að maðurinn, sem hún hafði lof-
ast, var hennar ekki verður, var ódrengur. Það er sárl
að vísu, öll trygðarof eru sár, og það setur ör á hjartað,
en hafi hún í viðkynningunni við hann haldið sjer inn-
an vjebanda virðingar sinnar — og það skyldi hver stúlka
gjöra — þá »kastar hún hringnum í fossinn«, og þakk-