Hlín - 01.01.1921, Blaðsíða 62

Hlín - 01.01.1921, Blaðsíða 62
60 Hlin hrískvíar, hrísið var bundið í smábagga og hiaðin úr því kví og færð til á þann hátt, að önnur hliðin og gaflinn var flutt þegar þurfti, seinlegt var það, en ekki var um það fengist, þetta mátti nota og gerði sama gagn. Það var gott að mjólka í hrískvínni, ærnar voru rólegar við angandi skógarilminn. Seltúnið spratt vel og gaf af sjer töluverða töðu af þessum eina áburði. Foreldrar mínir voru bæði sívinnandi, hann var smið- ur bæði á trje og járn, en að fá efni í alt það smíði, það var engin hægðarleikur, og ekki voru þá til steinkol, eða að minsta kosti þektust þau ekki til sveita. í þess stað voru notuð viðarkol, og var örðugt að afla þeirra og fór illa með skóginn, en hann átti þá fáa talsmenn, engin skógrækt þektist þá, annars mundi faðir minn hafa ver- ið fyrstur manna til að hlífa honum, því hann elskaði alt fagurt. Jeg er líka viss um, að honum þótti ilt að þurfa að rífa skóginn svona miskunarlaust, jeg man þegar þeir feðgar komu heim úr skóginum, þá voru þeir oft að tala, eins og með eftirsjá um, hve stórt rjóður hefði komið í dag. Afi minn var oftast með föður mínum við kola- brensluna, sem var töluvert vandasöm. Pegar kurlið var hæfilega brent, verður að byrgja gröfina, svo ekkert loft komist að, annars getur alt brunnið upp, og er það skaði mikill. Kol er ekki hægt að brenna nema í logni. Á hverju vori fór faðir minn þrjár, stundum fjórar, langferðir til aðdrátta. Hann hafði vanalega einn vinnu- mann, sem rjeri við ísafjarðardjúp frá páskum til Jóns- messu, þangað fór hann með 5 — 6 hesta að taka út á hlut mannsins, mest var það matvara, líka ýmislegt af hlut mannsins. Ósköpin öll voru þá borðuð af harðfiski og þorskhausum, betur að sá siður hefði haldist, þá mundu færri hafa gervitennur en nú gerist. Eitt koffort hafði faðir minn í þá ferð undir kaffi, sykur og kram- vöru. — Aðra ferð fór hann vestur á sveitir, sem svo var kallað, en það var vestur á Rauðasand, eða Látur, þaðan var keyptur steinbítur, sem ætíð var borðaður með smjöri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.