Hlín - 01.01.1921, Side 68

Hlín - 01.01.1921, Side 68
66 Hhn áttum við 7 hundruð fjár, vórum að rembast við að koma því upp í þúsund, en þá kom flökkudrengur og hnuplaði frá okkur meir en helming, svo við reistum ekki við til fulls eftir það, mátti segja um þennan dreng, að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, rúmlega tvítugur komst hann undir mannahendur fyrir þjófnað. — Ætíð urðum við að vinna eitthvað til að fá að leiká okkur, t. d. hafa yngstu börnin með okkur, og var það mikil töf við búskapinn, eða þá að klára eitt eða annað, sem okkur var fyrir sett, og eftir því var stranglega gengið, og finst mjer síðan, að það hafi verið mjög rjettlát krafa, sem sjálfsagt var að hlýða. — Sjald- an var Björn bróðir að leikjum með okkur á hólnum, vildi heldur verða af því, en að þurfa að hafa þar barn á höndunum, en líklega ekki síður hitt, að hverja frí- stund notaði hann til bóklestra, jeg fjekk því oftast að vera bæði bóndinn og húsfreyjan á hólnum. Pegar hjer var komið sögunni, stóð hagur foreldra minna með mestum blóma, við vorum þá orðin 9 syst- kinin: Björn elstur, 12 ára, Sveinn 11 ára, hann var þá ekki heima, var nokkur ár til fósturs hjá móðursystur okkar, Maren í Skáleyjum, jeg var 10 ára, og hin þaðan- af yngri, og eitt barn tóku þau af föðursystur okkar, Björgu. — En þá dróg ský fyrir sólu. Barnaveikin kom og kipti í burtu 6 af systkinum okkar og tökubarninu því 7. — Naumast er hægt að lýsa þeirri sorg og tóm- leik, sem gagntók okkar kæra heimili. Elsta barnið sem dó var 9 ára gömul stúlka, sém Steinunn hjet, mikið efnileg, hennar saknaði jeg mest, við Ijekum okkur altaf saman, vorum sem einn maður. Annað var 4 ára dreng- ur, næstum undrabarn, bæði að vexti og gáfum. Hann var svo elskur að föður sínum, að hann mátti ekki af hónum sjá, hann var hjá honum við hefiibekkinn, vef- stólinn og hvar sem hann gat, enda tregaði faðir minn hann svo mjög, að mjer fanst hann lengi á eftir ekki

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.