Hlín - 01.01.1921, Side 72

Hlín - 01.01.1921, Side 72
70 Hlin pantaði kýrlírn i krukkunni aftur, þetta lím brúkaði hann eingöngu til bókbandsins, og var það mjög gott. Þetta sem móðir mín kunni var máske ekki mikið á móts við nútíðar hannyrðir kvenna, en í þá daga, held jeg, að fáar konur hafi lagt jafn margt í gjörva hönd og hún, að minsta kosti ekki í okkar sveit. — Einu sinni man jeg það, að hún og Guðrún systir voru að pukra með það, að föður minn vantaði Kafíu (ekki veit jeg hvaðan það nafn er, því síður vissi jeg hverskyns fat þetta var), en það þurfti að komast fljótt í verk, því það þurfti að vera til fyrir Kollabúðafundinn; að fara þang- að var næstum eins og að fara á Alþing. Aliir helstu menn í Vestfirðingafjórðungi mættu á þessum fundi, og þurfti því vel að vanda klæðnað sem annað. — Svo settust þær við. Móðir mín spann þráðinn, en Guðrún systir ívafið, og faðir minn óf, strax var svo litað og saumað, náttúrlega í höndunum. 14 álnir fóru í þessa flík og gekk ótrúlega fljótt að koma því af og náði sín- um tilgangi. Þessi yfirhöfn var nákvæmlega eins og jeg heyri nú á tímum nefnd Havelock. — Það lá við að við værum hreykin af, að faðir okkar væri fult eins vel búin og presturinn, þegar hann reið á fundinn í nýju yfirhöfninni með háan hatt á höfði. Reiðbuxurnar voru með hárauðri Ieggingu utanlærs, en skinnfóðruð setan, en ekki voru stígvjel til, heldur notaðir svartir sauðskinns- skór, með hvítum þvengjum, óbryddir. Fínni fótabúnað- ur þektist ekki í sveitum. — Alt öðruvísi var búningur afa míns. Hann var hversdagslega á prjónapeysu og stuttbuxum með röndótta húfu á höfði. Þegar hann hafði meira við, voru fötin dökkblá, og peysan hvíthnept með silfurhnöppum, húfan útprjónuð með marglitu skotti og sokkaböndin rósótt með allavega litum skúfum. Þessi klæðnaður líktist mjög Færeyingabúningi nú á tímum. Þegar afi minn fór til kirkju, hafði hann kraga, sem náði niður fyrir olnboga, mjög þægilegt fat að kasta yfir sig (mun nú vera nefnt slá). — Kirkjuferðirnar eru mjer

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.