Hlín - 01.01.1921, Page 74
72
Hlln
faðir minn, mikið tók hann sjer þetta nærri. Jeg er líka
hrædd um, að við þessa ofraun hafi heilsan bilað, því
eftir þetta var hann oft lasin. — Samt gerði hann eitt
nývirki enn: hann setti vatnsmylnu í gil sem var skamt
frá bænum og smíðaði sjálfur spaðana, sem okkur þótti
mesta galdraverk. En ekki þótti okkur mjög skemtilegt
að þurfa að sitja í mylnunni hálfa og heila dagana, sópa
mjölinu frá steinuríum og segja til, ef eitthvað fór aflaga.
það var malað alt fyrir heimilið og marga aðra í sveit-
inni.
Eftir þetta fór að draga úr framkvæmdum, og mun
það mest hafa verið fyrir heilsubilun. — Faðir minn var
rjettarbóndi, og fylgir því jafnan mikill gestagangur og
fleira umstang, hjá okkur var það í tvöföldum skilningi.
Móðir min var ættuð úr Breiðafjarðareyjum og tók því
fje til hagagöngu af frændum og vinum þar. Um rjett-
irnar var svo þetta fje sótt, oft á tveimur stórum skipum
i senn, sem á voru 6 — 8 manns, og alt gisti það, auk
gangnamanna. Flest heimilisfólk gekk úr rúmi, svaf í
heyhlöðu, svo aðkomufólkið fengi rúm. Auðvitað var
öllu þessu fólki gefin matur, enda var kepst við að elda
mat alla þessa daga frá morgni til kvölds. Margt fólk
kom á rjettirnar, og flestum var gefin matur, stöku sinn-
um var gefið kaffi og út í það brennivín, en kaffibrauð
var ekki til. Pað mátti heita að alla gangnavikuna væri
heimilið á öðrum endanum. Oft bar við, að Eyjafólkinu
legaðist um lengri eða skemri tíma. Um borgun var
aldrei talað. En þegar heilsan bilaði urðu foreldrar mínir
sárþreytt á öllu þessu umstangi.
Eftir þann fyr á minsta sorgartíma kom Sveinn bróðir
minn heim, og þá glaðnaði yfir mjer, með því líka að
fá sár eru svo djúp að tíminn ekki græði þau. Um sama
leyti fæddist 10. barnið, dóttir, er hlaut nafnið Steinunn,
hún er enn á lífi, og svo hvert af öðru Júlíana, sem
líka er á lífi, og Bjarni, sem var á 1. ári, þegar faðir
okkar dó. Hann fór seinna til Ameríku, og hefur ekkert