Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 21
D V ö L 155 sveitina, afburðamaður að ytri glæsileik. En sá, sem flytur óþekktur inn í byggðarlagið, kemst ekki hjá því að verða fyrir spurulum augum og tortryggnum hug. Enginn þekkti hann af reynd, hvorki illri né góðri. En allt um það tókust ástir með honum og elztu dóttur bóndans í Ljósadal, Sólveigu Þórðardóttur, og að áliðnum vetri var það orðið opin- bert leyndarmál. í góðviðri rétt fyrir páskana brá hún sér að heiman til þess að finna unnusta sinn, sem hafði sínum störfum að gegna. Veður tók að spillast undir kvöldið, og fylgdi Þorvaldur henni heim á leið. En fyr en varði skall yfir blindhríð með hörkufrosti, svo að ekki var stætt nema hraustustu karlmönn- um. Sólveig var ung og ekki hraustbyggð og kraftar hennar dugðu lítið við slíkum ofsa. Bæjar- leiðin var löng og alltorsótt, en af þroskaðri eðlisgáfu tókst Þorvaldi að halda réttri leið. En Sólveigu þrutu nú allir kraftar. Hún fekk aðsvif, og útlitið var'ð ískyggilegt. Þorvaldur varð að taka hana á arma sér. En það var örðug sókn og aðbúð sjúklingsins allt annað en góð. Hann tyllti sér niður við og við, setti bakið í veðrið og hjúfraði unnustu sína að brjósti sér. En bráðlega settist örvænt- ingin að hug hans; dauðinn var að færast yfir þetta hjartfólgna and- lit; þar var enginn vegur til und- anbragða. — Átti hann að gefast hér upp, deyja með henni, fylgja henni yfir á ókunna landið — eða hvert? Freistingin settist að hon- um eins og seiðandi þrá. — En karlmennskan var honum borin í bióð; hann stóð á fætur og strengdi þess heit, að brjótast á- fram meðan orka hans leyfði. Og að Ljósadal komst hann með lík unnustu sinnar. Jafnskjótt og fregn þessi barst út um sveitina, var Þorvaldur orð- inn hetjan í æfintýri harmleiksins. Allir beygðu hug sinn í lotningu fyrir honum, og enginn dirfðist að mæla við hann styggðaryrði frá þeim degi. Þó að illmælgi, rógur og deilumál gengju ljósum logum um sveitina, hikuðu þau við fordyri þessa manns, eins og Kölski við Sáluhliðið, og gengu sneypt og nið- urlút fyrir næsta leiti. Engum duldist að harmur Þor- valdar var þungur, enda þótt fæst- ir sæju langt inn í þann heim. En sem trúnaðarvinur Þorvaldar á seinni árum, sá ég þar marga stór- kostlega hluti, bæði ægilegs myrk- urs og dásamlegrar fegurðar. Þar var barizt af almætti hugans á ýmsum sviðum, og einbeitt þeim vopnum og ráðum, sem fyrir hendi voru. Og úrslitin voru jafnan á eina hlið: sál hans kom stærri og hreinni úr hverjum hildarleik. Og Þorvaldur var maður, sem sýndi trú sína í verkinu; það var sterki þátturinn í lífi hans. Skömmu eftir jarðarför Sólveig- ar vistaðist Þorvaldur að Ljósa- \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.