Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 49

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 49
183 D V ö L yfir hringinn. Innan klausturmúr- anna er hljótt. „Hér hefir fólk næði til þess að hlusta hvað á ann- að,“ sagði Desjardin. Hann hafði margt að segja, sem verður okkur minnisstætt. Frásögn hans var þýdd á sænsku jafnóðum. Við gengum inn í kirkjuna, sem er reist í gotneskum stíl. Kirkjan er kaþólsk enn, eins og gefur að skilja, og það urðum við greinilega vör við, því stúlkurnar voru látnar vita, að þær mættu ekki ganga inn berhöfðaðar. Það var ekki um ann- að að gera en sækja heim höfuð- fötin. Síðan var gengið í kirkjuna. Að innan er stíllinn nokkuð sundur- leitur, því að Loðvík 14. lét prýða hana með útskomum þiljum upp á miðja veggi, og stingur það mjög í stúf við hreinar og einfaldar lín- ur gotneska stílsins. I þessari kirkju var það sem Tómas Becket var vanur að biðjast fyrir, eftir að hann hafði flúið frá Englandi og var í ónáð Hinriks II. En Tómas átti í stríði við samvizku sína, því hann áleit það skyldu sína, að vernda ensku kirkjuna fyrir ofríki konungs. Þá var það eitt sinn, er hann baðst fyrir, að Kristur sjálf- ur ávarpaði hann þessum orðum: „Ég flýði ekki.“ Eftir það sneri Tómas aftur heim til Englands, en var eins og kunnugt er myrtur af mönnum konungs í dómkirkjunni í Canterbury. I einni kapellunni, sem er kennd við St. Tómas, hanga all-margar skrautlega letraðar töflur, sem enskir stúdentar, er hafa farið pílagrímsferðir til Pontigny, hafa gefið St. Tómasi í þakklætisskyni fyrir, að hann hafi verið þeim hjálplegur í prófinu. — Síðan dag- setning, ártal og fullt nafn. Yngsta taflan er frá 1926 eða 1928, og vonandi bregst Tómas ekki fram- vegis þeim, sem á hann heita til heppni í prófi! — — Við lögðum af stað siiemma næsta morgun og klaustr- ið og þess fögru, friðsælu skrúð- garðar hurfu sjónum á nokkrum augnablikum. Næsti áfangi: París. Oddný Guðmundsdóttir. fíóndi nokkur auglýsti að hanti vildi selja gyltu, ásamt nokkrum ný- iæddum grísum. Litlu síðar kom ó- kunnugur maður og hitti hann konu bóndans úti. »Ég vildi gjarnan fá að sja svínið«, sagði hann. »Ja, hann er því miður ekki heima*, sagði kon- an, »og ég býst varla við að hann konti heim tyr en seint í kvöld«. *** Skólameistari (stendur með reidd- an písk í hcndinni fyrir framan lít- inn strák): Jæja, drengur minn, veiztu nú af hverju ég ætla að berja Stráksi: Já, af því að þér eruð stacrri cn ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.