Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 35

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 35
D V Ö L 169 Þar sáu þeir inni í Kangisnak, austan við Qornoq, stórt hús, og er þeir komu nær uppgötvuðu þeir, að Grænlendingar bjuggu þar. Þetta var í fyrsta skipti að Græn- lendingar sáu Skrælingja og þeir tóku þeim vingjarnlega. En Skræl- ingjar voru hræddir og héldu lengra inn í f jörðinn. Þar sáu þeir Grænlendinga á mörgum stöðum, og þess vegna flýttu þeir sér út úr firðinum aftur og sögðu öðrum frá Grænlendingum. Svo fóru þeir fleiri inn í fjörðinn og áttu frið- samleg skipti við Grænlendinga; Skrælingjum fjölgaði stöðugt og Grænlendingar voru farnir að læra mál þeirra. Hjá Kapisalik gerðust Skrælingi og Grænlendingur aldavinir og voru alltaf saman. Þeir kepptusi um það hver gæti skotið betur af boga, og menn komu oft til að horfa á þá reyna sig. Einu sinni stakk Grænlendingurinn upp á því, að þeir skyldi fara upp á hátt f jall og skjóta þaðan í mark á spýtt- ann hreinbjálfa á lítilli ey. Sigur- vegarinn átti svo að hrinda. hinum fram af bjarginu. Skrælinginn vildi þetta ekki vegna þess, hvað þeir voru góðir vinir, en Grænlending- urinn sat við sinn keip, og hinir Grænlendingarnir sögðu, að það væri honum sjálfum að kenna, ef illa færi. Og þá lét Skrælinginn undan. Grænlendingurinn skaut fyrst, og hæfði ekki markið, en Skrælinginn skaut ör sinni í gegn um feldinn, Grænlendingurinn stóð við orð sín og lét hann hrinda sér fram af bjarginu. Félagar hans reiddust ekki, því að þetta var honum sjálfum að kenna. En stað- urinn er enn nefndur Pisigsarfik, sem þýðir skotbakki. — — Næsta saga er um bardaga milli Skrælingja og Grænlendinga. Einu sinni um haust, þegar ís hafði lagt, fóru tvær stúlkur um kvöld að sækja vatn. en komu hlaupandi inn aftur að vörmu spori og hrópuðu: „Þeir gera áhlaup á okkur!“ Húsráðandi varð reiður og sleit í sundur reipi, sem hann var með í höndunum; en er hann ætlaði að fara út, gerðu Grænlendingar áhlaup á kofann. Konan hafði nýskeð átt barn, og fór nú að særa anda; en maðurinn fleygði henni út um glugga og fór sjálfur á eftir. Þeir, sem ætluðu út um dyrnar, voru drepnir, og móðir mannsins var særð. Þeir, sem undan komust, földu sig á milli steina, og hlustuðu á sigur- óp Grænlendinga. Maðurinn sá að þeir drógu móður hans út á ísinn þannig, að þeir höfðu bundið reipi um hártoppinn á henni. Honum svall móður, en samt lá hann í leyni. Hann sagði nú við ungu stúlkurnar, að þær skyldu fara út á ísinn á firðinum, og stefna á vökina, og ef Grænlendingar næðu þeim, þá skyldu þær ileygja sér í vökina. Þær hlýddu honum grát- andi. Grænlendingar eltu þær, en ísinn var háll, svo að þeir duttu hvað eftir annað. Þegar hinn reiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.