Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 52
186 D V O L . . . Þetta — ljóslifandi erfiðið, sem gengur þarna næstum útslitið og yfirbugað — hefir einu sinni alið mig, svo að ég skuli vitna um þá, sem strita og starfa og hjara aðeins, án nokkurrar vonar um verulegar umbætur á kjörum sín- um, án þess að eiga nokkra aðra úrkosti en áframhaldandi erfiði og basl, til þess eins að geta lifað. Mitt í önnum dagsins fyrir fæð- inu og húsaleigunni, sjúkrasam- lagsgjöldunum og sköttunum, hef- ir hún sleppt gólftuskunni og farið frá þvottabalanum til að ala mig. Einnig það hefir hún gert! Því að það var einmitt sjálft erfiðið, holdi og blóði klætt erfið- ið í hversdagsfötum sínum, sem gekk hér á meðal vor á þessari brú, uppnefn{ af einhverju, sem er eins f jarri allri líkamlegri vinnu og fylgju hennar, fátæktinni, og hin eða þessi dauð drottning. Við sáum hana öll. En eins og eðlilegt gat verið, sáu flestir bara meira eða minna útþvælda og ve- sæla ræstikerlingu. Þeir höfðu gaman af henni. Og einstaka manneskja hefir kannske kennt í brjósti um hana. En hún var ekki neitt hláturs- efni og því síður brjóstumkennan- leg. Hún var vinnan, sem er auð- legð fyrir aðra. Hún var vinnan, verkalýðurinn, verkalýðsstéttin, sem vitraðist okkur þetta kvöld og sagði: — Sjá, svona lít ég í raun og veru út, svona er ég, hin alltskapandi vinna, sem viðheldur tilverunni og gerir hana ríka, þægilega og ánægjulega fyrir þá, sem ekki vinna . . . Svona lít ég út . . . Þarna gekk þessi kona, hálf kjánaleg í útliti, klædd í fornfáleg, aflóga föt auðlegðarinnar. Hún gekk yzt á gangstéttarbrúninni, vegna þess að hún hafði vinnu- tækin sín meðferðis. En í rauninni hefði hún með þeirri einurð, sem fyrir löngu var niðurbæld, átt að hefja gólftusk- una á loft sem gráan fána á burstaskaftinu og halda honum hátt á undan okkur, þessum slitna og skítuga fána illa launaðrar vinnu. Og við hin hefðum átt að hneigja okkur með þökk og fyrir- heiti um að gera hana ríka, gera líf hennar gleðiríkt, gjalda henni það, sem hennar var, en aðrir hafa stolið — gjalda henni það, sem hún hefir rétt til að krefjast. En við hlógum bara . . . Hlógum að okkur sjálfum. L. Har. þýddi. Ungur maður sendi tengdamóður sinni svohljóðandi símskeyti: I dag um hádcgi tæddust tvíburar. Meha á morgun. *** Bóndi (við kaupakonu úr Reykja- vík); Nú skal ég kenna pér að mjólka kýr. Kaupak.: Æ-i, ég er svo hracdd við stóru kýrnar. Má ég ekki l*ra á kálfunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.