Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 42
176 I) VÖL setja sig í stólinn. „Hér höfum við setið og rætt um hina ágætu eig- inleika hvort annars, við höfum hrósað hvort öðru, og við höfum yfirleitt talað eins og hver vildi heyra. Jú, það var yndislegt! Ég get ekki þolað frú Símonsen, og ég veit fyrir víst, að hún talar illa um mig, þegar ég er hvergi nærri. Og þrátt fyrir það, verð ég að bjóða henni heim, bara vegna þess, að þú verzlar stundum við mann- inn hennar. Og þannig er það með flest af þessu fólki. Hverskonar uppgerðar-kunningjar eru þetta, sem við umgöngumst? Við skipt- umst á mat, og okkur leiðist sæmi- lega hverju hjá öðru. Og svo kall- ar þú þetta skemmtilegt.“ Frú Larsen laut niður og byrgði and- litið í höndurn sér. Hann horfði óttasleginn á hana, rétti fram aðra höndina, en snerti samt ekki við henni. Þetta var miklu alvarlegra en hann hafði ímyndað sér í fyrstu. Annað hvort hlaut Emma að vera veik, eða . . . Honum datt allt í einu í hug það, sem hún hafði sagt um hann sjálf- an, og þreif óþyrmilega í hand- legginn á henni. ,,Þú sagðir áðan, að ég þreytti þig ekkert síður en vinir mínir, sem þú talaðir um, vægast sagt, móðgandi. Er þér al- vara með það, sem þú sagðir?“ „Þetta er ekki nýtilkomið.“ Hún svaraði eins og spurningin hefði ekki átt við hana, og það jók á reiði hans. „Það var þá tími til kominn, að ég fengi að vita þetta. Ég hefi , staðið í þeirri meiningu, að sam- bandið milli okkar væri í bezta lagi, og þá segir þú allt í einu, að ég þreyti þig, já, beinlínis skap- rauni þér. Hvað á ég að halda?“ „í hvert skipti, sem þú segir söguna um árásina, vonast ég eft- ir brosi frá þér, eins og nokkurs- konar afsökun á ósannsöglinni um hetjudáð þína, en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum. Ég á að dást jafnmikið að þér og ungu stúlk- urnar, sem af tilviljun eru við- staddar, en það get ég bara ekki. Það er ekki vegna þess, að þú hljópst, heldur vegna hins, að þú vildir ekki viðurkenna að þú hefðir hlaupið." „I þínum augum er ég þá fyrir- litlegur maður,“ sagði Larsen, og gekk nokkur skref aftur á bak. „Nei, ég á ekki við það, en . . . ja, hvað skal segja. Þú ert ekki ráðvandur í því smáa. Þegar þú komst heim, sagðirðu mér, að unga stúlkan hefði tekið þig við hönd sér. Það var ekki satt. Það varst þú, sem tókst hana við hönd þér. Er það ekki rétt?“ Frú Larsen leit á manninn sinn, og sá að hann roðnaði. Þetta var blátt áfram yfirheyrsla. „Ef til vill hefur þú á réttu að standa, en svona smámuni tekur maður ekki svo alvarlega. Þú ferð með mig eins og ég væri glæpa- maður.“ „Og þú vilt neyða mig til að verða eins óráðvönd og þú ert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.