Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 9
D V ö L 143 Svo lögðu þau af stað í síð- ustu sólargeislum júní-dagsins og gengu yfir sandöldurnar í daufu gulu ljósi, sem laugar þær rétt fyrir sólsetur. Skuggarnir af elsk- endunum, langir og skýrir, voru komnir á undan þeim til Alciston, en svo týndust þeir, áður en þau komust alla leið, því að rökkrið var farið að setj- ast í dældirnar milli hæðanna. Þau fundu þá aftur, þegar þau komu á stóru, plægðu akrana frá herragarðinum, og þar hreyfðust þeir hægt yfir iðgræn- ar, lágsprottnar hafrasléttur. . . . Stundum voru þeir sinn í hvoru lagi, stundum runnu þeir saman i einn stóran skugga af Daníel og Marion, eins og sólin hefði gefið þau saman. ,,Ég vildi, að við gætum búið í litlu húsi eins og þessu“, sagði Marion, þegar hún sá kofa gamla. mannsins. ,,Uss!“ sagði Daníel — ,,ég læt þig búa í miklu betra húsi. Steinhúsi með helluþaki og boga- gluggum.......“ ,,En svona hús er ég viss um, að mér þætti skemmtilegast“. „Með pappaveggjum og tága- þaki! Nei, ég læt þig búa í miklu betra húsi. . . . “ Þegar þau komu inn, sat gamli maðurinn uppi með koddana í kringum sig. En hann hafði breytzt æðimikið síðan Daníel heimsótti hann seinast. Brúni úti- liturinn var farinn að dofna á höndum hans og andliti, og gamli maðurinn líktist nú einna helzt vofu, þótt hinn forni dökk- rauði litarháttur hans væri ekki með öllu horfinn. Hugsunum hans hætti einnig við að reika nokkuð frá einu í annað. Daníel gat ekki gert honum fyllilega ljóst, hver Marion var. Stundum hætti hún að vera stúlkan hans Sheathers og varð að Maríu, dóttur gamla mannsins, eða jafn- vel að Ellen Bourne, sem síðar varð Ellen Gadgett í þrjátíu og fimm ár. En hann var fús að sýna hénni tennurnar sínar, sem hann geymdi undir koddanum innan í hreinum vasaklút. ,,Ég ætla að láta jarða þær með mér“, sagði hann og gaf þar með i skyn, að hann væri farinn að sætta sig við þá ráðstöfun forsjónarinnar, að sjúkdómum og jafnvel dauða væri leyft að herja á hann, sjötíu og fimm ára gamlan. „Vertu ekkert að tala um að jarða, Gadgett“, sagði Daníel og hugðist að ala á gömlu tálvoh- inni um bata, „þú kems.t á fæt- ur aftur og út á heiðina". „Nei —- aldrei aftur. Ég veit það með vissu. Ég dey í þessu rúmi, þar sem cg ligg núna. Presturinn hefir komið til mín og lesið fyrir mig í Biblíunni. Það er vist komið að þeim tíma, að ég verð að fara til hins mikla fjárhirðis. Það væri ekkert við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.