Dvöl - 01.05.1937, Page 9

Dvöl - 01.05.1937, Page 9
D V ö L 143 Svo lögðu þau af stað í síð- ustu sólargeislum júní-dagsins og gengu yfir sandöldurnar í daufu gulu ljósi, sem laugar þær rétt fyrir sólsetur. Skuggarnir af elsk- endunum, langir og skýrir, voru komnir á undan þeim til Alciston, en svo týndust þeir, áður en þau komust alla leið, því að rökkrið var farið að setj- ast í dældirnar milli hæðanna. Þau fundu þá aftur, þegar þau komu á stóru, plægðu akrana frá herragarðinum, og þar hreyfðust þeir hægt yfir iðgræn- ar, lágsprottnar hafrasléttur. . . . Stundum voru þeir sinn í hvoru lagi, stundum runnu þeir saman i einn stóran skugga af Daníel og Marion, eins og sólin hefði gefið þau saman. ,,Ég vildi, að við gætum búið í litlu húsi eins og þessu“, sagði Marion, þegar hún sá kofa gamla. mannsins. ,,Uss!“ sagði Daníel — ,,ég læt þig búa í miklu betra húsi. Steinhúsi með helluþaki og boga- gluggum.......“ ,,En svona hús er ég viss um, að mér þætti skemmtilegast“. „Með pappaveggjum og tága- þaki! Nei, ég læt þig búa í miklu betra húsi. . . . “ Þegar þau komu inn, sat gamli maðurinn uppi með koddana í kringum sig. En hann hafði breytzt æðimikið síðan Daníel heimsótti hann seinast. Brúni úti- liturinn var farinn að dofna á höndum hans og andliti, og gamli maðurinn líktist nú einna helzt vofu, þótt hinn forni dökk- rauði litarháttur hans væri ekki með öllu horfinn. Hugsunum hans hætti einnig við að reika nokkuð frá einu í annað. Daníel gat ekki gert honum fyllilega ljóst, hver Marion var. Stundum hætti hún að vera stúlkan hans Sheathers og varð að Maríu, dóttur gamla mannsins, eða jafn- vel að Ellen Bourne, sem síðar varð Ellen Gadgett í þrjátíu og fimm ár. En hann var fús að sýna hénni tennurnar sínar, sem hann geymdi undir koddanum innan í hreinum vasaklút. ,,Ég ætla að láta jarða þær með mér“, sagði hann og gaf þar með i skyn, að hann væri farinn að sætta sig við þá ráðstöfun forsjónarinnar, að sjúkdómum og jafnvel dauða væri leyft að herja á hann, sjötíu og fimm ára gamlan. „Vertu ekkert að tala um að jarða, Gadgett“, sagði Daníel og hugðist að ala á gömlu tálvoh- inni um bata, „þú kems.t á fæt- ur aftur og út á heiðina". „Nei —- aldrei aftur. Ég veit það með vissu. Ég dey í þessu rúmi, þar sem cg ligg núna. Presturinn hefir komið til mín og lesið fyrir mig í Biblíunni. Það er vist komið að þeim tíma, að ég verð að fara til hins mikla fjárhirðis. Það væri ekkert við

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.