Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 11

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 11
b V ö L 273 um leið og hann rétti úr sér og herti upp hugann. Liðsforinginn hló stuttum, hvell- um hlátri. „Hér er ekki um neina peninga að ræða“, sagði hann, og orð hans voru eins og ískalt, nakið stál. „Þú gefur lýðveldinu húsið“. Lu Chen leit umhverfis sig með æðisgengnu augnaráði. Eitthvað hlaut að geta bjargað þessu. Það mundi áreiðanlega einhver geta hjálpað honum. Hann tók að æpa með skrækri, hásri röddu til þeirra, er framhjá gengu: „Skiljið þér, herrar mínir? Það á að ræna mig — lýðveldið ætlar að ræna mig! Hvað er þetta lýð- veldi? Skyldi það kannske ala önn fyrir mér, konu minni og barni —“ Hann varð þess var, að einhver tók lauslega í frakka hans. Her- maðurinn, sem hafði litið um öxl daginn áður, hvíslaði að honum í flýti: „Reittu ekki liðsforingjann til reiði — það borgar sig ekki.“ Upp- hátt sagði hann: „Þú átt ekki að kvarta, gamli maður! Búðin þín yrði óþörf, þótt hún fengi að standa. Á þeim tímum, sem nú i fara í hönd, höfum við ekki þörf fyrir verzlanir með sjóðandi vatn. Heita vatnið rennur úr pípum, ef menn aðeins snúa krana“. Lu Chen ætlaði að svara, en í sömu mund kippti sonur hans hon- um aftur á bak, en staðnæmdist sjálfur andspænis liðsforingjanum. Ungi maðurinn var óttasleginn og kurteis, þegar hann ávarpaði liðs- foringjann: „Herra, fyrirgefið gömlum manni, sem ekki skilur, að bylt- ingin er komin og hefir fært oss nýtt, dýrðlegt ljós. Ég tek á mig ábyrgðina fyrir honum. Húsið verður rifið. Það er heiður fyrir oss að fá tækifæri til að fórna föð- urlandinu aleigu vorri“. Ofsareiði liðsforingjans minnk- aði. Hann hneigði sig stuttlega og gekk hröðum skrefum leiðar sinn- ar. Ungi maðurinn lokaði dyrunum fyrir fjölda forvitinna manna, er safnazt höfðu saman vegna þessa atburðar. Svo tók hann sér stöðu við dyrnar og leit fast á Lu Chen, sem aldrei hafði séð son sinn svo ákveðinn og framkvæmdasaman. „Er það ætlunin að láta drepa okkur öll ?“ spurði hann. „Eigum við að deyja vegna búðarinnar þinnar?“ „Við fáum að minnsta kosti að svelta í hel,“ sagði Lu Chenogsett- ist við borðið andspænis konu sinni. Hún hafði grátið látlaust allan tímann. Nú sat hún hljóð og þurrkaði stór tár af kinnum sín- um með horni bláu treyjunnar sinnar. „Ég hef fengið atvinnu“, sagði sonur hans. „Ég á að verða verk- stjóri við nýja veginn“. Lu Chen leit á hann, en það tendraðist enginn vonarneisti í hans gamla hjarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.