Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 45
D V ö L 307 veltir því fyrir sér, elskar það blátt áfram. Ég vildi borga fyrir að sjá einhvern sálkönnuðinn rekja úr honum garnirnar. Það yrði víst sjón að sjá. Ég gæti bezt trúað að innri maður hans liti út eins og daunill sorphrúga í steikj- andi sólskini . . . Fyrirlitlegur, saurugur, dónalegur —“ Læknirinn hripaði niður þessi þrjú orð: „Fyrirlitlegur, saurugur, dónalegur.“ Hún hafði notað þau hvað eftir annað. ,,Og ef hún hefir nú verið hon- um ótrú? Hún elskaði hann ekki. Hann elskaði hana ekki. Eða gerði hann það annars? Ég er búin að gleyma því. En hún elskaði hann ekki . . .“ Kressman læknir leit á klukk- una. Langt gengin fimm. Hann yrði búinn um fimmleytið. Þetta var síðasti sjúklingurinn. Og hann var nú bráðum laus við hana fyrir fullt og allt. Hann teiknaði hring á blaðið fyrir framan sig og ferhyrn- ing inni í hringnum. Hann skipti þremur hliðum ferhyrningsins í tvennt og dró þaðan línur inn að miðju. Á þenna hátt var hægt að finna miðdepilinn; hann var þar, sem línurnar skárust. Hann var nærri kominn að miðdeplinum í því, sem þjáði frú Benson. Svo margar línur stefndu nú að hon- um. Hún elskaði manninn sinn, og hún hafði komizt í ástaræfintýri með einhverjum öðrum, annað- hvort í huganum eða í raun og yeru. Hvort það var raunverulegt eða hún hafði aðeins ímyndað sér það, skipti ekki máli. Sjálft ástaræfin- týrið út af fyrir sig skipti ekki máli, heldur hitt, að frú Benson blygðaðist sín fyrir það, að hún barðist gegn því að kannast við það fyrir sjálfri sér. Það var þetta, sem hún neitaði að hugsa um, þetta, sem krafðist umhugsunar hennar. Og svo taldi hún. Þetta síðasta, vörnin fyrir lafði Chatterley, sem alltaf gægðist öðru hvoru í gegn, var greinilegt dæmi um yfirfærslu, þetta sál- fræðilega fyrirbrigði, að fólk reynir að koma eigin ávirðingum eða ágöllum á annara herðar. Hún lét sjálfa sig renna saman við lafði Chatterley og barðist svo fyrir málstað hennar, vegna þess að samvizkan leyfði henni ekki að berjast beint fyrir sínum eigin málstað. „Klukkan er orðin fimm, frú Benson,“ sagði læknirinn og reyndi að láta röddina ekki ljósta því upp, hve feginn hann var. ,,Ó,“ sagði frú Benson og lá svo þögul nokkra stund. Að lokum settist hún upp. „Það er ekki til neins að halda þessu áfram, lækn- ir. Við komumst ekkert nær mark- inu. Og þetta er alveg að gera út af við mig. Það hefir aldrei verið verra en nú.“ „Hver veit, nema þetta lagist,“ sagði læknirinn brosandi. „Við skulum reyna einu sinni enn. Á morgun á sama tímg,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.