Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 39
D V Ö L 30) stakar í sinni röð. Með rannsókn- um á árhringum hinna miklu trjáa í Norður-Ameríku hafa menn t komizt að þeirri niðurstöðu, að á árunum 1050—1300 hafi tíðarfar verið þurrt og hlýtt, en breytzt eftir það og orðið vott og kalt. Og með rannsóknum á svarðarlurkum á Norðurlöndum hafa menn kom- izt að þeirri niðurstöðu, að þar hafi verið góðæri þangað til um aldamótin 1200, en þá hafi veðr- átta breytzt til hins verra. Menn eru jafnvel farnir að gizka á, að víkingaöldin og hin hraðfara menningaraukning Norðurlanda standi beint í sambandi við veðr- áttuna. Það er því margt, sem bendir til þess, bæði í Grænlandi og annars- staðar, að mikil veðurfarsbreyting hafi orðið á miðöldunum. En þótt ekki hafi orðið gagnger breyting á veðráttu, þá voru tvö eða þrjú harðinda- og ísár í Grænlandi nóg til þess að koma einangraðri þjóð á kné. Harðindaárum hefir fylgt skepnufellir og hvergi var hægt að fá skepnur í skarðið. Grænlendingar gátu ekki ein- vörðungu lifað á selveiðum og fiskveiðum eins og Skrælingjar. Þeir gátu ekki lifað án grauta og mjólkur. Þegar þeir misstu það, misstu þeir líka hæfileikann til að auka kyn sitt, og þjóðstofninn var , dauða vígður. Vér skulum aftur víkja að forn- leifafundinum á Herjólfsnesi. Inn- an í fötunum voru beinagrindur og höfðu þær yfirleitt geymzt illa. Þær voru fluttar til Kaupmanna- hafnar og þar rannsakaði Fr. C. C. Hansen, prófessor í líffærafræði, þær gaumgæfilega. Og fyrir rann- sóknir hans og skarpskyggni fengu þessar auðvirðilegu manna- leifar aftur mál, og sögðu hræði- lega sögu um ástandið í Herjólfs- firði á 15. öld. Vér sjáum fyrir oss þjóð, sem berst við sóttir og neyð, hrjáða af öllum þeim kvillum, sem stafa af langvarandi sulti eða ófullnægj- andi fæðu. Margar mismunandi at- huganir sanna þetta. Meðalaldur manna hefir verið ^érstaklega lágur, þótt ekkert til- lit sé tekið til hins mikla barna- dauða. Helmingurinn af öllum þeim, sem komast yfir 18 ára ald- ur, hefir ekki náð þrítugu. Hinn lági vöxtur, sérstaklega kvenfólks- ins, er afleiðing þess, að fólkið hefir ekki haft næga fæðu. Kon- urnar hafa verið um 140 cm. á hæð, karlmenn um 155-—160 cm. Á mörgum beinagrindanna mátti sjá merki sjúkleika, svo sem hryggskekkju, að annar fótur eða handleggur hafði verið visinn, grindin samankýtt, rachitis (bein- kröm) og berklaveiki í mænunni. Flestir þéssir sjúkdómar geta staf- að af fjörefnaskorti. Tennurnar hafa líka sína sögu að segja. Þær voru slitnar niður í góm, jafnvel á ungu fólki og við það hafði myndazt sjúkdómur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.