Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 18
280 D V ö L Sunnudagurinn Eftir séra Svein Víking Sunnudagurinn hefir allmikla sérstöðu í samanburði við aðra daga vikunnar. Virku dagana er- um vér flest eða öll meira og minna bundin við hin margvíslegu störf og það er ekki nema tiltölu- lega lítill hluti þjóðarinnar, sem þá er fyllilega frjáls um val eða framkvæmd starfa sinna. Allur þorri manna er þá öðrum háður í þessu tilliti og verður að fram- kvæma þau verk og þær skyldur, sem honum eru á herðar lagðar eða í hönd fengin. En á þessu verður geysileg breyting í hvert skipti sem sunnu- dagurinn rennur upp, þá verða svo að segja allir frjálsir, allir sjálfs sín húsbændur, sjálfráðir að mestu um það, hvað þeir taka sér fyrir hendur, eða hvort þeir taka sér nokkuð fyrir hendur. Sunnudag- arnir eru því þeir dagarnir, sem vér eigum sjálf og ráðum yfir, og berum þarafleiðandi einnig alveg sérstaklega ábyrgð á. Og sunnudagarnir eru býsna verulegur hluti af mannsæfinni, ef um er hugsað og að er gáð. I æfi sjötugs manns eru sunnudagarnir einir orðnir full 10 ár. Það er lang- ur tími, og eitthvað ætti oss öllum að geta orðið úr þeim tíma, og allmikinn ávinning og gagn ættu sunnudagarnir að geta fært oss, ef rétt væri á haldið, og vér vær- um öll fyllilega. fær um að nota frelsi þeirra rétt, fær um að vera þá sjálf sjálfra vorra húsbændur í þess orðs beztu og sönnustu merkingu. Svo hafa fróðir menn sagt, að býsna vel mætti manninn þekkja á því, hvernig hann ver frí- stundum sínum, því þá taki hver sér það fyrir hendur, sem bezt samrýmist eðli hans, hæfileikum, þroska og manndómi. Letinginn notar frístundir sínar til að flat- maga í sæng sinni. Fróðleiksþyrsti maðurinn tekur sér þá bók í hönd. Sá starfsámi finnur sér verkefni nokkurt. Hagleiksmaðurinn telgir til spýtu eða teiknar mynd. Of- nautnamaðurinn situr við þjór og reyk. Slæpinginn fer á næstu bæi til að spila. Ef nú þetta er rétt, að það, hvernig maðurinn ver frístundum sínum yfirleitt, geti. verið einskon- ar mælikvarði og ekki f jarri sanni, á manndóm hans og þroskastig, mundi þá ekki mega líka leggja þenna sama mælikvarða á þroska þjóðarinnar allrar með því að at- huga í stórum dráttum og freista að gjöra sér grein fyrir, hversu hún yfirleitt ver frístundum síp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.