Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 60
322 D V ö L um sig á gólfinu, með því öryggi, sem honum var lagið. — Hann dansaði nú annars við hana í fyrsta sinn, sem hann náði sér bezt niðri. En þá var nú glatt á hjalla, hrópað og hlegið. Og þá var nú augum rennt til hans —- og hennar, heimasætunnar neðan úr aðalhéraðinu, sem hafði náð tök- um á honum. Eða þá nóttin uppi á kornhlöðu- loftinu, þegar strákarnir komu. Hann var með ljós í hendi og skyggndist eftir þeim, þar sem þær lágu í flatsæng. Þá litu augu margra þeirra löngunarfull til hans . . . Hún hélt niðri í sér and- anum og titraði — þangað til hann kom. Og þá gerðist það, þetta, sem ekki verður aftur tekið. — Hún var ein með honum, þegar morg- undansinn var stiginn. Fiðlan óm- aði og unga fólkið dansaði og ærsl- aðist. Brúðkaupssetrið valt og vaggaðist á léttum öldum — í kringum hann og hana. — Hún vaknaði af draumi. Nú fann hún aftur, hve þreytt hún var og lurkum lamin af erfiðis- vinnu og ánauð í mörg ár. Brúð- arvalzinum hennar var lokið, svo var nú það. Nú var annar dans tekinn við. Hana bar nú enginn framar á höndum sér i brúðkaups- veizlum. Henni var nauðugur einn kostur að sitja heima í Köldu- brennu lon og don. Enginn virti hana viðlits hér. Fyrstu árin, sem hún var hér norður frá, gekk sú saga, að hún hefði notað allskon- ar vélabrögð til þess að ná í Jó- hann. Hann lét ginnast af pening- um, sem ekki voru hennar eign, sagði fólkið. . . . Gamlar væring- ar, öfund og afbrýði. Og Gróu-sög- urnar gengu staflausar hér nyrðra meðfram fjöllunum . . . Nágrannarnir komu þar oft fyrstu árin. En þeir komu ekki til hennar. Þeir komu til hans. Þeir komu að sækja hann til þess að vera með þeim við skotæfingar, á dansleikum og í drykkjusam- kvæmum. Þeir töluðu aldrei við hana og áttu aldrei erindi við hana. Og hún sat alein heima alla daga, virka jafnt sem helga — f jarri öllum ættingjum sínum. Hún sá þá aldrei framar. Þeir gátu farið með hann Jó- hann eins og þeim sýndist. Hann átti enga sjálfstæðis- eða sómatil- finningu. Þeir gerðu gabb að hon- um og gengu á hlut hans, þegar svo bar undir. Það gerðu þeir í sumar á slættinum. Dag nokkurn hafði hann mannað sig upp og far- ið til hans Jens gamla og verið leyft að slá teiginn í Vesturhlíð, sem hafði legið undir Köldubrennu frá gamalli tíð. Þau bjuggu sig út og reru yfir lónið. En varla höfðu þau byrjað á heyskapnum í Vest- urhlíð, þegar fólkið úr Norðurgerði lenti með bátinn sinn dálítið sunn- ar og fór að slá þar líka. Henni fannst sjálfsagt, að Jóhann segði því til syndanna og ræki það á burt. En það þorði hann ekki. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.