Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 29
D V 0 L 291 slöpp eins og haustblærinn, sem hvíslaði í sinunni úti í garðinum. Snögglega var sambandinu slit- ið. Plvell rödd símastúlkunnar greip fram í. — Lundberg forstjóri óskast fyrir Stokkhólm. Yfirþjónninn tók til fótanna og sótti Lundberg forstjóra. Hann kom skálmandi í kjól með glamp- andi orðu á barminum. Hurðinni skellti hann í lás við nefið á Rund- ström, sem ennþá stóð á báðum áttum utan við símaklefann. Hann átti erfitt með að slíta sig frá þess- um örmjóa þræði, sem enn tengdi hann við Maríu. IJt úr klefanum barst rödd forstjórans, hress og glaðvær: — Vissi ég ekki! Það var auð- vitað! Gleðilegt nýtt ár. Hér er nýja árið þegar komið, litla vina . . Hann talaði víst við fjölskyldu sína heima. Þar leið víst öllu vel. Þar yrði gleðilegt nýár. Yfirþjónninn andvarpaði og þurrkaði sér aftur um ennið með pentudúknum, sem var með dálitl- um humarsósubletti. Nú varð hann að fara aftur inn í hátíðasalinn. Þar héldu helztu borgarar smábæjarins nýárs- dansleik. Grannur, háfættur og tekinn í andliti smeygði hann sér áfram gegn um salinn, milli borðanna. Allt í einu var hann stöðvaður af feitum herramanni, sem rétti fram brúnan, digran vindil með gylltum hring. — Eld, sagði hann stuttlega. Rundström yfirþjónn greip eid- spýtnastokkinn úr vasá sínum, kveikti í vindlinum og slökkti' síð- an á spýtunni meö snöggri, æfðri liandsveiflu. Hugur hans var í uppnámi. Hann vildi kveikjá í hótelinu, hleypa öllu í uppnám og þjóta síðan út í náttmyrkrið. Nei, enginn kveikir í hóteli, sem er fullt af gestum frá efstu til neðstu hæðar. Rundström yfirþjónn stóð í ein- um dyrum stóra salsins. Hinir þjónarnir höfðu einnig safnazt þangað. Þeir litu út eins og stórir, háfættir fuglar, brúnskjóttir með klofin stél. Eins og hópur fugla á sjávarströnd, en sjálft hafið var danssalurinn, iðandi með hvítum ölduföldum, ljósu búningunum kvenfólksins, sem sveif um gólfið. Innst inni í salnum, milli gylltra súlna, sat fyrirfólkið klumpslegt og þungt í vöfum. Borgarstjórinn og frú hans, ofurstinn og frú hans, konsúllinn og frú hans. . . . Þær voru geysifínar allar þessar frúr. Og menn þeirra voru skreyttir allskonar dinglumdangli á barm- inum, sumir með bönd á ermum og kragahálsbönd, — eins og á hund- um, hugsaði yfirþjónninn. 1 ráð- húsinu og á varðstofunni voru þeir þóttafullir og ráðríkir, en hér hjá frúnum — og heima — guð má vita, hvað þá var orðið af öllu ráð- ríkinu------. O-já, Rundström yfirþjónn þekkti þetta fólk — þekkti það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.