Dvöl - 01.09.1937, Side 29

Dvöl - 01.09.1937, Side 29
D V 0 L 291 slöpp eins og haustblærinn, sem hvíslaði í sinunni úti í garðinum. Snögglega var sambandinu slit- ið. Plvell rödd símastúlkunnar greip fram í. — Lundberg forstjóri óskast fyrir Stokkhólm. Yfirþjónninn tók til fótanna og sótti Lundberg forstjóra. Hann kom skálmandi í kjól með glamp- andi orðu á barminum. Hurðinni skellti hann í lás við nefið á Rund- ström, sem ennþá stóð á báðum áttum utan við símaklefann. Hann átti erfitt með að slíta sig frá þess- um örmjóa þræði, sem enn tengdi hann við Maríu. IJt úr klefanum barst rödd forstjórans, hress og glaðvær: — Vissi ég ekki! Það var auð- vitað! Gleðilegt nýtt ár. Hér er nýja árið þegar komið, litla vina . . Hann talaði víst við fjölskyldu sína heima. Þar leið víst öllu vel. Þar yrði gleðilegt nýár. Yfirþjónninn andvarpaði og þurrkaði sér aftur um ennið með pentudúknum, sem var með dálitl- um humarsósubletti. Nú varð hann að fara aftur inn í hátíðasalinn. Þar héldu helztu borgarar smábæjarins nýárs- dansleik. Grannur, háfættur og tekinn í andliti smeygði hann sér áfram gegn um salinn, milli borðanna. Allt í einu var hann stöðvaður af feitum herramanni, sem rétti fram brúnan, digran vindil með gylltum hring. — Eld, sagði hann stuttlega. Rundström yfirþjónn greip eid- spýtnastokkinn úr vasá sínum, kveikti í vindlinum og slökkti' síð- an á spýtunni meö snöggri, æfðri liandsveiflu. Hugur hans var í uppnámi. Hann vildi kveikjá í hótelinu, hleypa öllu í uppnám og þjóta síðan út í náttmyrkrið. Nei, enginn kveikir í hóteli, sem er fullt af gestum frá efstu til neðstu hæðar. Rundström yfirþjónn stóð í ein- um dyrum stóra salsins. Hinir þjónarnir höfðu einnig safnazt þangað. Þeir litu út eins og stórir, háfættir fuglar, brúnskjóttir með klofin stél. Eins og hópur fugla á sjávarströnd, en sjálft hafið var danssalurinn, iðandi með hvítum ölduföldum, ljósu búningunum kvenfólksins, sem sveif um gólfið. Innst inni í salnum, milli gylltra súlna, sat fyrirfólkið klumpslegt og þungt í vöfum. Borgarstjórinn og frú hans, ofurstinn og frú hans, konsúllinn og frú hans. . . . Þær voru geysifínar allar þessar frúr. Og menn þeirra voru skreyttir allskonar dinglumdangli á barm- inum, sumir með bönd á ermum og kragahálsbönd, — eins og á hund- um, hugsaði yfirþjónninn. 1 ráð- húsinu og á varðstofunni voru þeir þóttafullir og ráðríkir, en hér hjá frúnum — og heima — guð má vita, hvað þá var orðið af öllu ráð- ríkinu------. O-já, Rundström yfirþjónn þekkti þetta fólk — þekkti það

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.