Dvöl - 01.07.1938, Page 11

Dvöl - 01.07.1938, Page 11
D V Ö L 169 blá fjöll á eyðilegri eyju sveipuð móðu og líf forfeðra jDar fjarlæg goðsögn, svo án hiks gátu þau kastað sér í hið engilsaxneskæ Þjóðahaf. Vitanlega var það ekki fyrst og fremst sök barna útflytjandans, að Sankta Claus náði að hreiðra um þig íihjarta þeirra' í stað íslenzks jólasveins, heldur landa þeirra heima. Þeir báru aldrei gæfu til þess að styrkja þau að verulegum nvun í baráttu þeirra fyrir tungu og þjóðerni, þeir töldu hvern burtfluttan týndan pening. íslenzkur kotungsskapur og metnaðarlej'si lj'sir sér átakanlega ' því, hversu ógæfusamlega hef- b' til tekizt með þessa aðra til- raun þjóðarinnar í því, að eignast fótfestu í Vínlandi hinu góða. Landnám þetta virðist ætla að verða ný blóðtaka fyrir þjóðina1 1 stað þess að víkka sjónhring hennar, hjálpa til að færa út mörk íslenzks máls, menningar og anda. II. Nú hafa þjóðflutningar stöðv- ast um sinn vestur um haf. Fólk, se'n leitar burt úr sveit, flj'kkist 1111 í vaxandi bæi á íslenzkri strönd. P>ar heyir það sína amer- íkufarabaráttu fyrir lífi og limum °g vinnur sinn sigur. En margan uggir, að frá sjónarmiði íslenzkrar menningar verði einnig hann aldrei nema hálfur. Komið ofan úr sveit ber þetta íólk í skapferð og hátium ö!I ein- kenni lífsitis þar, og er allt bund- ið átthögum órofaböndum. íhvert sinn, þegar vor rís, vaknar með því leynd, óseðjandi þrá eftir ang- an grænna bala, jarmi nýfæddra lamba, unaði kyrrlátra kvölda. En aíkomendur þessa fólks ganga bænum á hönd til fulls, samræmast lífi hans, verða slög í hjarta hans. Og lífið í æðum íslenzkra bæja slær nú þegar ört, þó langhraðast í höfuðborginni, svo setn kunnugt er. Qleggst sjást þar vatnaskil milli gamals og nýs, milli sveita og bæja. Ögrandi stolt hrynur þar elfa nýs tíma, sem á engan hátt virðist hirða um far- veg forns þjóðlífs. En glæsilegt er það um margt, þetta nýja líf höfuðborgarinnar. Heil hverfi í „funkis“ gefa til kynna að hér er bær, sem kann að fagna nýrri tízku. Hver stund dagsins, sem líður, á sinn fast- mótaða drátt, sinn svip, sín ein- kenni. Með fyrstu geislum morg- unsms má sjá götusópara trítla með kerru og kúst og sópa stétt- ir og torg. Á sama tíma getur að líta hóp bláklæddra manna híma niður við höfn í undarlegum vandræðum með sínar hrjúfu hendur. Gráum, spurulum augum mæna þeir upp á nýrisinn dag. Hann lítur í náð sinni á nokkra. Hinir labba burt. Þeir læðast um þrengstu götur, setjast í skugga hárra húsa, ósamþykkir sjálfum sér og því umhverfi, scm er þeim fjandsamlegt og neitar þeim um vinnu.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.