Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 77
D V Ö L
235
þá oftast tveir í rúmi, aðrir en
formaðurinn og máske rosknari
menn.
Flestir bændur úr ísafjarðar-
djúpi, sem gerðu út báta sína
í Bolungavík, áttu þar verbúðir.
Um 1890 voru verbúðir Djúp-
bænda, kenndar við bæina, talið
utan frá, þessar: Kirkjubólsbúð
(Skutulsfirði), Eyrarbúð (Seyðis-
firði), Hvítanesbúð, Kálfavíkur-
búð, Ögurbúð, Garðsstaðabúð,
Eyrarbúð (Mjóafirði), Skálavíkur-
búð, Reykjarfjarðarbúð, L.auga-
bólsbúð, Kirkjubólsbúð (Lauga-
dal), Ármúlabúð, Æðeyjarbúð.
Auk þess áttu nokkrir Ísfirðing-
ar þar verbúðir, svo sem Árni
Gíslason, Friðfinnur Kjærnested
og líklega fleiri. — Margir Bol-
víkingar áttu og verbúðir iog héldu
þar til með bátshafnir sínar, svo
sem Jón Ebenesersson, Jóhann
Bjarnason, Hálfdán örnólfsson í
Meiri-HIíð, Albert Sigurðsson, og
Halldór Magnússon í Rjóðólfs-
tungu.
Sumum verbúðunum fylgdu
sináhús, er nefnd voru krær til
þess að salta fiskinn og geyma
saltið. Krær þessar voru áour
hlaðnar úr torfi og grjóti með
vanalegu árefti, en síðari árin úr
timbri með járnþaki.
Breytingarnar í þcssum efnum
voru mestar á árunum 1885 til
1895. Búðir voru flestar endur-
byggðar eða nýjar reistar þessi
árin. Peir, sem hafzt höfðu við
í gömlu verbúðunum, köldum
loftillum og þröngum, fannst mun-
urinn ærinn, að komast í þiljaðar
búðir, vel hitaðar, betri en marg-
ar baðstofur voru á þeim tímum.
Fæði, aðbúð o. fl.
Fyrir 1890 voru flestir útróðra-
menn í Bolungavík vinnumenn
úr Djúpinu, en einnig var þar
jafnan mjög margt vermanna úr
öðrum héruðum, svo sem Stranda-
Húnavatns- og Dalasýslum og
syðri hluta Barðastrandars}lslu,
sérst-aklega á vorvertíðinni, svo
og úr Isafjarðarkaupstað og þorp-
inu sjálfu. Margir Djúpsbændur
voru formenn bæði vetur og vor,
og flestir á eigin bátum. Nokkrir
eldri og stærri bændur höfðu
vinnumenn sína eða aðstandendur
fyrir formenn á bátum sínum. —
Húsbændur lögðu þá vinnumönn-
um sínum til fæði og hlífðarföt.
Allir höfðu þá útvigt, sem svo
var nefnd, eða veginn skammt af
brauðmat, kjötmat, feitmeti, sykri
og kaffi til ákveðins tíma. Kaffi
og grjónin, í súpu var látið saman
og þess neytt sameiginlega, ein
annað matarkyns ásamt sykri,
hafði hve'r í sínu íláti. Húsbændur
lögðu vinnumönnum sínum til í
útvigt, sem hér segir:
Af brauði einn fjórðung, 5 kg.
á viku. Stunduin höfðu menu
harðfisk jafnframt, og var þá
dregið citthvað úr brauðslcammt-
inum. Nokkuð af brauðmatnum
höfðu menn með sér að heiman,
bakaðan, er þeir fóru í verið, og