Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 7
D V Ö L 165 meira í munni og yki þeim álit. Og hvorugan þeirra dreymdi um að leggja leið sína til gamla heimsins, sem nú var þeim fram- andi; gamla heimsins, þar sem þeir höfðu fengið svo sárt að kenna á öllu hans böli og ófull- komleika. En nú var öldin önnur, nútýndu þeir fornum minningumá þessari fiiðarins ey; þær hurfu allar í skugga hinna hljóðu og viðburðasnauðu daga. Hvorugur þeirra vissi um heim- inn annað en það, sem þeir áður höfðu séd með eigin augum. Smátt og smátt styrktjust böndin, sem tengdu þá þessum stað, mitt í úthafinu, undir hinum bláa himni, böndin, sem fjötruðu þá í hinni friðsömu einangrun, langi frá öllum mönnum, þar sem bök þeirra höfðu bognað og hárin gránað, þar sem þeir sinntu engu nema hinum brýnustu lífsþörfum, sem fyrir löngu síðan höfðu dreg- ið þá hvorn að öðrum til sam- starfs og samhjálpar. Þeir voru ánægðir og hamingju- samir án þess að vita hvernig á því stóð og án þess að gera tilraun til að grafast eftir ástæð- unni. Og þegar þeir höfðu borð- að kvöldverð, að loknu striti og önnum dagsins, lágu þeir hlið við hlið í kofanum og reyktu pípur sínar í glætunni frá lampanum. Þeir töluðu aldrei orð. Þeir þurftu ekkert að tala hvor við annan. Hin langa og nána sambúð hafði fengið því áorkað, að hugsanir beggja voru hinar sömu. Það var líkast því sem þessir tveir menn væru einn og sami maðurinn. Þeir höfðu dvaliið á eyjunni í seytján ár. Bráðum voru liðin þrjú ár síðan þeir höfðu hitt aðra menn að máli. En júnímorgun einn sá Lenoir, að skip hafði varpað akk- erum úti á flóanum. Hann fór heim að kofanum og kallaði á vin sinn. Keller kom út iog starði í átt- ina til skipsins. Bátur var á leið til lands. „Það er amerísk skonnorta", sagði Keller. Meira sagði hann ekki. Þeir biðu þess að báturinn renndi upp í fjöruna. Annar stýrimaður, glað- legur, ungur Ameríkumaður, tók hlýtt og fast í hönd þeirra. Hann bauð þeim livað sem þeir vildu í skiptum fyrir selskinn, græn- meti og vatn. Mennirnir þrír gengu upp í kofann, settust þar að romm- drykkju og spjölluðu saman. „Þið eruð svei mér undarlegir fuglar", sagði Ameríkumaðurinn eftir góða stund. „Langar ykkur ekki að heyra fréttir að heim- an?“ „Hvað eigum við að gera nreð fréttir, hér á þessari ey?“ svar- aði Lenoir. „Fréttir af hverju?" „Af stríðinu, auðvitað“. „Hvaða stríði?“ Ameríkumaðurinn rak upp stór augu. „Ha? Svo að þið vitið ekki?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.