Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 49

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 49
D V ö L 207 af evrópiskri menningu eiris og hún er í jdag'L — Ekkert nema góð heimili og góðir ,skólar, þar (sem lifað er andlegu lífi, geta ráðið hér bót á. Þaðan verður menning þjóðanna að fá sitt andlega yfirbragð og innihald. Ástandið hefir verið svipað hjá okkur hin síðustu ár, eins og í gullnemabæjum Norður-Ameríku á síðari hluta 19. aldar, að vísu í meiri >og örari menningarvexti, en allt á ringulreið ^og með fmm- býlingssvip. Þær línur þurfa að fara að skýrast á ný, og við verð- um aftur að fara að taka upp þráðinn þar sem við slepptum hon- um, þegar gullið fannst, þegar styrjaldargróðinn freistaði margra til æfintýralífs. Þegar alltof margir ætluðu sér að ausa gulli úr nám- um hafsins. Við verðum að fara að safna saman því liði, sem vill í alvöru byggja upp þjóðlega og andlega menningu í landinu, þar sem uppistaðan í þeim fjölþætta vef verður að vera íslenzk, ívaf- ið verður, eftir atvikum aðfengið, og ég get ekki stillt mig um að tilfæra hér að lokum ummæli eftir annan danskan skólamann og uppeldisfræðing, dr. Holger Kjær. Hann hefur fyrir nokkrum árum skrifað mjög merka bók, sem hann nefnir „Kampen om Hjem- met“, og er að miklu leyti um íslenzkt þjóðaruppeldi og alþýðu- menntun. Hann segir: „Ef íslend- ingar hafa sjálfstæði til að velja og hafna af öllu því, sem til þeirra berst, og halda fast við gömul verðmæti, þá væri það ekki fjarri panni, ,að í stað þess að ganga aft- jast, gengju þeir í broddi fylking- ar hinna norrænu þjóða. En til þess að svo verði þarf þjóðin sem heild að varðveita og skila eftir- komendunum þeim menningararfi, sem hún hefir fengið frá feðrun- um‘.‘ Þetta eru eftirtektarverð orð frá þessum mæta manni og Islands-* vini, dr. Kjær, og ég vil endaþess- ar línur með þeirri ósk, að hinir vígðu þættir í öllu æskulýðsupp- eldi framtíðarinnar mættu verða hinn andlegi þáttur og hinn þjóð- legi þáttur. Þá mun vel fara. GÖÐ HUGMYND. 1 kafla úr aðsendu bréfi í síðasta hefti, var ruglað saman Haukadal í Biskupstungum og Haukadal í Dala- sýslu, þar sem talið er að Leifur heppni hafi fæðst. Hugmyndin, sem kemur fram í nefndum bréfkafla, er samt athyglisverð. 1 Ameríku halda menn mjög almennt, að Leifur hafi verið Norðmaður. Að sýna hann á sýnigunni í New York, samhliða nátt- úru-undrum í fæðingarlandi lians, myndi trúlega festa mörgum í minni hvaðan Leifur var, og um leið vekja athygli á því landi, þar sem hann vaí borinn og barnfæddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.