Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 78
236
DVÖL
þá oftast flatkökur og eitt pott-
brauð, en einnig tíðkaðist það,
að mjölið var tekið með, og bú-
settar konur í Bolungavík þá
fengnar til að baka brauðin. Þeg-
ar kom fram um 1890 tóku ver-
menn jafnan brauð sín í brauð-
gerðarhúsinu*) á ísafirði. Þauvoru
orðin tvö á þeim árum. Voru ætl-
uð tvö brauð á viku handa karl-
manninum. Smjör og hnoðaður
mör einn fjórðungur vikulega. Var
það jafnan venja að sjóða vænan
kindarskrokk í kæfu handa út-
róðrarmanni og drepa kæfunni í
annan enda matarskrínunnar. Syk-
ur var ætlaður aðeins eitt pund
á mánuði. Reyndist sykurinn ein-
att ódrjúgur í verinu, og var
fiskilóð hásetanna, sem hér við
Djúp var kölluð „Stúfurinn“, á-
vallt notuð til þess að bæta Upp
hinn nauma sykurskammt. Svo
voru og vermönnum að sj'álfsögðu
lögð til sjóföt, sem alltaf voru
kölluð skinnklæði. Flestir höfðu
tvennan sjófatnað, eða að minnsta
kosti tvennar brækur, því aðþegar
skinnklæðin blotnuðu til muna,
þurfti jafnan að láta þau hanga
einn dag. Þá varð að rjóða feiti
í skinnklæðin öðru hvoru. Varoft-
*) Þorsteinn Thorlacius, síðar alþ m.
setli fyrstur á stofn brauðgerðarhús á
Isafirði, laust fyrir 1890. Rúgbrauðin
þaðan voru lengi meðal vermanna köll-
uð „Þorsteinsen" og það jafnvel eftir
að Finnur Thorlacius eignaðist bökun-
arbúð. Þ. Th.
ast notuð til þess lifur nokkuð
staðin.
Skinnklæðin munu hafa verið
með svipuðu sniði allsstaðar á
landinu. Sérstakir menn saum-
uðu þau jafnan í landlegum á
haustin og veturna. Oftast voru
skinnin í jþau elt vandlega. Sauma-
menn fengust aldrei við það. Þótti
unglingum einatt óþjált að elta hin
þykkari skinn, sérstaklega kálfs-
skinn, sem höfð voru í ísetuna,
ef völ var á þeim, ella skinn af hrút-
um eða sauðum. Elt skinnklæði
voru jafnan að saumi loknu rjóðruð
vandlega, tvisvar 'til þrisvar sinn-
um með lifrarlýsi, og seinni árin
með fernisolíu, oft voru og skinn-
klæði blásteinslituð og þá helzt úr
voðfeldari skinnum. Voru skinnin
þá eijgi elt, heldur bleytt til þess
unt væri að sauma þau. Formenn
og dugmeiri hásetar höfðu ávallt
valin skinn af sauðum eða geldum
ám í brækur sínar og kálfsskinn
í ísetuna. Unglingar og ýmsir aðr-
ir urðu að láta sér nægja skinn
af veturgömlu eða dilkum. I skinn-
stakkana voru alltaf notuðþynnri
skinn en í brækurnar. Verð á
völdum skinnklæðum var almennt
um 12 krónur. — Sjóskór voru á-
vallt úr erlendu leðri, þykku og ó-
þjálu. Var það nefnt sjóskóleður
eða nashyrningaleður.
Vermenn höfðu jafnan fang-
gæzlu á þessu tímiabili, en svo var
matmóðir þeirra, eða ráðskona á-
vallt nefnd hér um slóðir. Ekki
höfðu þó allir fanggæzlu á árun-