Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 39
D v Ö L 197 Þegar hún þaut frá síðasta hús- inu, hikaði hún svipstund. Hvert nú? Hún sneri heimleiðis. Brjóstvit hennar sagði henni, að dóttir hennar væri nú komin heim. Hún tautaði fyrir munni sér hræðilegar bölbænir, og innri ofsi hennar var á hátindi; allt loft- ið, fannst henni, var hlaðið reiði hennar, æði og blótsyrðum. Með sterkri vindhviðu, eldingu og þrumugný þaut hún heim og inn. Dóttir hennar var ekki þar. Hún hné niður á stól og brast í grát. Það var hræðilegt þruinuhljóð, dynur, sem táknar stórfelda eyði- leggingu. Náttúran virtist vera komin úr jafnvægi allrar þeirr- ar orku, sem sólin hafði gefið jörðinni í sumar. íbúar þorpsins virtust vera negldir við jörðina af hræðslu. Þeir horfðu í kringum sig, vog- uðu aðeins að líta út. Var ekki einhver óhamingja skollin yfir? Iðrandi syndarar grúfðu sig enn meira yfir bænabækur sínar, og raddir þeirra titruðu meira en nokkru sinni fyrr. Cheyne virtist þó ekki hafa heyrt þrumurnar. Hún liélt áfram að kveina, kveina beisklega. Svo steig upp frá brjósti hennar villt ldjóð, villt eins og þruma. „Ég vildi, að hún kæmi ekki lifandi heim! Ég vildi, að þeir færðu mér hana dauða! Ó, drott- inn alheimsins!“ Skýin svöruðu með þrumudyn og vindurinn þaut æðislega, hvín- andi. Skyndilega reis hún á fætur og strikaði út eins og áður. Vindur- inn fylgdi henni. Nú var hann á eftir og rak hana áfram. Núþaut hann áfram líkt og tryggurhund- ur. Hann lamdi allt, sem á vegi hans varð, þyrlaði óhreinindum upp af veginum og blandaði þeim saman við stóru regndropana, sem féllu úr skýjunum, er enn' voru svört, og við sjóðandi tár- in, sem runnu ur brennheitum augum hennar. Hún ldjóp eftir götunni hinu megin þorpsins. Þau höfðu vist farið í skemmti- göngu eftir veginum, þar semþau oft höfðu sézt sarnan. Hún mundi mæta þeim á götunni, eða þá í veitingahúsinu við stóra skóginn. í heiðingjalimgöngunum, þeim yztu í þorpinu, heyrðu hundarnir í garðinum hratt fótatak hennar á rennvotri jörðinni. Sumirþeirra fóru að gelta bak við hliðið, vog- uðu sér ekki út í rigninguna; a'ðr- ir voru viljugri og skriðu út undir grindinni og geltu reiðilega. En hún hvorki sá þá eða heyrði til þeirra. Hún starði bara langt fram á veginn, sem byrjaði í lim- göngum, og hljóp áfrarn. Hundur greip í pilsið hennar, sem orðið var þungt af bleytu. Hún gaf því ekki gaum, en dró *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.